Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur aug­lýs­ir laust til um­sókn­ar starf heil­brigð­is­full­trúa.

Fréttablaðið - Atvinna - - Forsíða -

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur skipt­ist í tvær deild­ir: Um­hverfis­eft­ir­lit og Mat­væla­eft­ir­lit auk þess sem Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið sér um vökt­un um­hverf­is­gæða og hunda­eft­ir­lit. Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur til­heyr­ir Um­hverf­is-og sam­göngu­svið Reykja­vík­ur­borg­ar sem er eitt af fags­við­um borg­ar­inn­ar. Markmið Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur er að tryggja borg­ar­bú­um heil­næmt, ör­uggt og ómeng­að um­hverfi. Starf­ið er hjá Um­hverfis­eft­ir­liti sem sér um eft­ir­lit með holl­ustu­hátt­um og meng­un­ar­vörn­um í fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um, út­gáfu starfs­leyfa, um­sagn­ir, fræðslu og sinn­ir kvört­un­um, ásamt öðr­um verk­efn­um. Deild­ar­stjóri er næsti yf­ir­mað­ur. Í starf­inu felst m.a. : • Að hafa reglu­bund­ið eft­ir­lit með starfs­leyf­is­skyld­um fyr­ir­tækj­um í sam­ræmi við lög nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, lög um mat­væli nr. 93/1995 og lög nr. 52/1988 um eit­ur­efni og hættu­leg efni og reglu­gerð­um skv. þeim. • Að sinna skrán­ing­um, skýrslu­gerð og bréfa­skrift­um, sinna kvört­un­um og ann­ast fræðslu. Beita þving­unar­úr­ræð­um í sam­ráði við deild­ar­stjóra. • Sinna öðr­um verk­efn­um sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um deild­ar

stjóra. • Að vinna með hópi sér­fræð­inga Heil­brigðis­eft­ir­lits­ins. Mennt­un­ar-og hæfnis­kröf­ur: • Há­skóla­mennt­un á sviði heil­brigð­is­vís­inda, raun­vís­inda,

um­hverf­is­fræða eða sam­bæri­leg mennt­un. • Af­burða­hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um, sveigj­an­leiki og sam­starfs­hæfni. Við­kom­andi þarf að geta unn­ið vel und­ir álagi. • Já­kvæðni, sam­visku­semi og vilji til að tak­ast á við fjöl­breytt

og krefj­andi verk­efni. • Sjálf­stæði, frum­kvæði og skipu­lags­hæfi­leik­ar. • Færni til að setja fram rit­að mál fyr­ir stjórn­sýslu borg­ar

inn­ar á grein­ar­góðri ís­lensku. • Rétt­indi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi eru æski­leg. Launa­kjör eru sam­kvæmt kjara­samn­ing­um við­kom­andi stétt­ar­fé­laga og Reykja­vík­ur­borg­ar. Vak­in er at­hygli á því mark­miði mann­rétt­inda­stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar að jafna kynja­skipt­ingu inn­an starfs­greina og eru karl­ar jafnt sem kon­ur hvatt­ir til að sækja um. Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Rósa Magnús­dótt­ir, deild­ar­stjóri Um­hverfis­eft­ir­lits, Heil­brigðis­eft­ir­lits Reykja­vík­ur hjá Um­hverf­is-og sam­göngu­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, Borg­ar­túni 12-14, frá kl. 9-16 í síma 411 1111. Um­sækj­end­ur eru beðn­ir um að sækja um staf­ið á heima­síðu Reykja­vík­ur­borg­ar www.reykja­vik.is. Fer­il­skrár og önn­ur gögn skal senda inn sem við­hengi með um­sókn eða á net­fang­ið helga.bjorg.ragn­ars­dott­ir@reykja­vik. Um­sókn­ar­frest­ur er til 6. mars 2011 Nán­ari upp­lýs­ing­ar um Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur er að finna á heima­síðu Um­hverf­is-og sam­göngu­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar www.um­hverf­is­svid.is

Reykja­vík 19. fe­brú­ar 2011. Um­hverf­is-og sam­göngu­svið Reykja­vík­ur­borg­ar/ Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.