Sviðs­stjóri um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs

Fréttablaðið - Atvinna - - Atvinna -

Við leit­um að fram­sækn­um leið­toga í stöðu sviðs­stjóra um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs. Sviðs­stjóri hef­ur yf­ir­um­sjón með um­hverf­is-, hrein­læt­is- og sorp­mál­um, um­ferð­ar- og sam­göngu­mál­um, skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál­um, land­bún­að­ar­mál­um, fast­eignaum­sjón og áhalda­húsi, bruna­mál­um og almanna­vörn­um. Verk­efni og ábyrgð­ar­svið • Ábyrgð á rekstri og fram­kvæmd verk­efna sem heyra

und­ir svið­ið • Um­sjón með gerð fjár­hags- og starfs­áætl­ana • Yf­ir­um­sjón með skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál­um, um­hverf­is­mál­um, sorp­mál­um, sam­göngu­mál­um, bruna­mál­um og almanna­vörn­um • Yf­ir­um­sjón með fram­kvæmd­um, rekstri mann­virkja,

út­boð­um og gerð samn­inga • Eft­ir­lit með fram­kvæmd samn­inga, laga og reglu­gerða sem í

gildi eru og heyra und­ir svið­ið Mennt­un­ar- og hæfni­kröf­ur • Há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi, s.s. á sviði tækni,

verk­fræði og skipu­lags­mála • Þekk­ing og reynsla af stjórn­un og fram­kvæmd­um • Þekk­ing og reynsla á skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál­um • Þekk­ing og reynsla á sviði um­hverf­is­mála • Reynsla af verk-, kostn­að­ar og fjár­hags­áætl­un­um • Hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um • Skipu­lags­hæfi­leik­ar og sjálf­stæði í vinnu­brögð­um • Hæfni í fram­setn­ingu á efni í ræðu og riti Upp­lýs­ing­ar veit­ir Kolfinna Jó­hann­es­dótt­ir í síma 4337100. Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 26. janú­ar nk. Um­sækj­end­ur eru beðn­ir um skila inn um­sókn­um á net­fang­ið kolfinna@borg­ar­byggd.is. Með um­sókn þarf að fylgja ít­ar­leg starfs­fer­ils­skrá og kynn­ing­ar­bréf þar sem gerð er grein fyr­ir ástæðu um­sókn­ar og rök­stuðn­ing­ur fyr­ir hæfni í starf­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.