ÞJÓNUSTUFULLTRÚI

Fréttablaðið - Atvinna - - Forsíða -

Fé­lag fram­halds­skóla­kenn­ara aug­lýs­ir eft­ir þjón­ustu­full­trúa í fullt starf á skrif­stofu fé­lags­ins. Mennt­un­ar­kröf­ur: Há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi og er æski­legt að við­kom­andi hafi leyf­is­bréf sem fram­halds­skóla­kenn­ari. Reynsla: Kennslureynsla í fram­halds­skóla kost­ur og þekk­ing á op­in­berri stjórn­sýslu. Verk­efni: Að­stoð við fé­lags­menn er varð­ar rétt­inda­mál og túlk­un kjara­samn­inga fé­lags­ins. Und­ir­bún­ing­ur funda, sam­skipti við fé­lags­deild­ir og að­stoð við kjara­samn­inga­gerð sem og ann­að sem til fell­ur á hverj­um tíma. Hæfnis­kröf­ur: Færni í mann­leg­um sam­skipt­um, þjón­ustulip­urð og létt lund. Vinnu­tími get­ur ver­ið óreglu­leg­ur en að með­al­tali er mið­að við 40 klst vinnu­viku. Fé­lag fram­halds­skóla­kenn­ara er eitt að­ild­ar­fé­laga Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sem er til húsa í Kenn­ara­hús­inu að Lauf­ás­vegi 81. Til að byrja með er ráð­ið í stöð­una til árs með mögu­leika á fram­halds­ráðn­ingu. Um­sókn­ar­frest­ur er til 8. júní 2016 og skal senda fer­il­skrá á net­fang­ið gudridur@ki.is þar sem koma fram upp­lýs­ing­ar um mennt­un, reynslu og önn­ur fé­lags­störf sem og um­sagnar­að­ila. Við­kom­andi þarf helst að hefja störf 1. ág­úst nk.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.