Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­vík­ur­borg­ar aug­lýs­ir stöðu skóla­stjóra við Foss­vogs­skóla.

Fréttablaðið - Atvinna - - Forsíða -

Foss­vogs­skóli er hverf­is­skóli í Blesu­gróf­ar- og Foss­vogs­hverfi, stofn­að­ur ár­ið 1971. Í skól­an­um eru um 340 nem­end­ur í 1.-7. bekk. Skól­inn er stað­sett­ur í fal­legu um­hverfi í Foss­vogs­daln­um en það­an eru greið­ar göngu- og hjóla­leið­ir í úti­vistarperl­ur borg­ar­inn­ar, Ell­iða­ár­dal og Naut­hóls­vík. Áhersla er á um­hverf­is- og lýð­heilsu­mál og hef­ur skól­inn tek­ið þátt í Græn­fána­verk­efn­inu frá ár­inu 2000 og í verk­efni um Heilsu­efl­andi skóla. Mik­il hjóla­menn­ing er í skól­an­um og nem­end­ur hvatt­ir til að ganga eða hjóla í skól­ann. Skól­inn vinn­ur í anda upp­eld­is til ábyrgð­ar og mik­il áhersla er á verk- og list­grein­ar, úti­vist og fjöl­breytt og sveigj­an­legt skólastarf. Ein­kunn­ar­orð skól­ans eru … … og vís­ar til þess að mennt­un barn­anna er sam­vinnu­verk­efni alls skóla­sam­fé­lags­ins. Skól­inn hef­ur á að skipa kraft­miklu og áhuga­sömu starfs­fólki og stöð­ug­leiki er í starfs­manna­haldi. Við skól­ann starfar öfl­ugt for­eldra­fé­lag. Leit­að er að metn­að­ar­full­um ein­stak­lingi sem býr yf­ir leið­toga­hæfi­leik­um og hef­ur víð­tæka þekk­ingu á skóla­starfi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.