Akra­nes­kaup­stað­ur ósk­ar eft­ir til­boð­um í bygg­ingu á fim­leika­húsi við íþrótta­hús­ið að Vest­ur­götu 130.

Fréttablaðið - Atvinna - - Forsíða -

Skila skal verk­inu full­búnu að ut­an sem inn­an fyr­ir 12. júlí 2019. Um er að ræða 1640 m2 fim­leika­sal. Í saln­um er steypt áhorf­enda­stúka 170 m2, og sturtu­klef­ar og snyrt­ing­ar 65 m2 sem stað­sett­ir eru und­ir stúk­unni. Í kjall­ara er tækn­i­rými 200 m2 og lóð um­hverf­is hús­ið 2200 m2. Í eldri bygg­ingu skal breyta bún­ings­klef­um 150 m2, and­dyri 25 m2 og kennslu­rými á 2.hæð 360 m2, auk ný­smíði á steypt­um stiga og lyftu­stokk með lyftu milli allra hæða. Verk­ið felst í nið­urrifi, jarð­vinnu, upp­steypu, stál­virki í þaki, þa­kein­ing­um, lögn­um, loftræs­ingu, raf­lögn­um, frá­gangi að inn­an og að ut­an, og lóð­ar­gerð. Fim­leika­bún­að­ur í sal­inn er ekki innifal­inn. Breyta skal heimæð­um fyr­ir hita­veitu og raf­veitu, og dreifi­lögn­um á verk­svæð­inu fyr­ir Veit­ur. Út­boðs­gögn eru af­hent á sta­f­rænu formi með því að senda tölvu­póst á net­fang­ið akra­nes.ut­bod@mann­vit. is, þar sem fram kem­ur nafn bjóð­anda ásamt net­fangi, nafni og síma­núm­er tengi­liðs. Til­boð verða opn­uð á bæj­ar­skrif­stofu Akra­nes­kaup­stað­ar að Still­holti 16-18, 1. hæð, fimmtu­dag­inn 31. maí 2018 kl. 11:00.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.