Með út­sýni til Esj­unn­ar

Fa­steigna­mark­að­ur­inn ehf. hef­ur til sölu fal­legt, vand­að og vel skipu­lagt par­hús á tveim­ur hæð­um í Vætta­borg­um í Grafar­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er 174 fm að stærð á tveim­ur hæð­um með inn­byggð­um 27,4 fm bíl­skúr, og stend­ur á fal­leg­um út­sýn­is­stað.

For­stofa er flísa­lögð og með fata­skáp­um en það­an er inn­an­gengt í bíl­skúr. Hol­ið er par­kett­lagt og gesta­sal­erni flísa­lagt. Eld­hús­ið er stórt, flísa­lagt og með góðri borð­að­stöðu. Inn­rétt­ing­ar eru úr kirsu­berja­viði með flís­um milli skápa.

Stof­ur er tvær, par­kett­lagð­ar og með út­gengi á ver­önd, það­an er fal­legt út­sýni út á sjó­inn og að Eskj­unni.

Á efri hæð er kom­ið á stigapall með út­gengi á stór­ar sval­ir til aust­urs. Fal­leg­ur þak­gluggi er yf­ir stig­an­um milli hæða, en stig­inn sjálf­ur er steyptur og par­kett­lagð­ur með fal­legu hand­riði úr burst­uðu stáli.

Tvö barna­her­bergi eru á efri hæð, par­kett­lögð, rúm­góð og fata- skáp­ur í öðru þeirra. Hjóna­her­berg­ið er stórt, par­kett­lagt og með fata­skáp­um á heil­um vegg. Bað­her­bergi er flísa­lagt í gólf og veggi með góð­um glugg­um. Þar er bæði bað og sturta og tengi fyr­ir þvotta­vél og þurrk­ara.

Bíl­skúr­inn er flísa­lagð­ur með sjálf­virk­um hurða­opn­ara. Hiti og renn­andi heitt og kalt vatn er í bíl­skúr auk geymslu­að­stöðu.

Hús­ið er í góðu ástandi og lóð frá­geng­in. Tvær ver­and­ir eru við hús­ið og sú er vís­ar til suð­urs er með skjól­veggj­um og fal­leg­um gróðri. Hiti er í inn­keyrslu.

Selj­end­ur skoða skipti á 3ja her­bergja íbúð á svip­uð­um slóð­um.

Par­hús­ið er á tveim­ur hæð­um, 174 fm með inn­byggð­um 24,7 fm bíl­skúr.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.