Eitt feg­ursta hús bæj­ar­ins

Fa­steigna­sal­an Torg hef­ur til sölu eða leigu stór­glæsi­legt hús í Garða­stræti.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið, sem er í funk­is­stíl, er 680 fm á þrem­ur hæð­um auk turn­her­berg­is. Í dag er hús­ið nýtt und­ir skrif­stof­ur. Það stend­ur á þús­und fm eigna­lóð.

Hús­ið er teikn­að af Gunn­laugi Hall­dórs­syni og var val­ið ein af tíu fal­leg­ustu bygg­ing­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins af hópi fag­ur­kera ár­ið 2006.

Gengið er inn í hús­ið á götu­hæð, inn í for­stofu-hol sem er op­ið inn í mót­töku­sal. Stiga­gang­ur upp á aðra hæð er í hol­inu ásamt sal­erni. Fal­legt par­ket er á mest allri eign­inni þó er nátt­úru­steinn við inn­gang í for­stofu­holi.

Flísa­lagt er á öll­um bað­her­bergj­um í hús­inu. Alls eru í dag u.þ.b. 50 vinnu­stöðv­ar, þrjú stór fund­ar­her­bergi ásamt 3-4 minni fund­ar­her­bergj­um. Á öll­um þrem­ur hæð­un­um eru rúm­góð og björt op­in og/eða lok­uð vinnusvæði, og all­nokkr­ar skrif­stof­ur. Sér­hann­að hljóðupp­töku­her­bergi er í kjall­ara og einnig er í kjall­ara gott rými sem í dag er nýtt und­ir ljós­mynda­stúd­íó. Úr kjall­ara er gengið út í garð, út á hellu­lagða ver­önd en einnig er þar stór timb­ursólpall­ur, útigeymsla úr timbri og stórt op­ið svæði í góðri rækt.

Hús­ið er list­rænt og inn­an­dyra er það eins og kon­fekt­kassi sem hef­ur að­eins góða mola. Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Sig­urð­ur, fast­eigna­sali í síma 898-6106.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.