Innst í botn­langa­götu

Fa­steigna­sal­an Eignamiðl­un er með vel við hald­ið ein­býl­is­hús við Barða­vog til sölu.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Voga­tunga nefn­ist ein­býl­is­hús við Barða­vog sem er til sölu hjá Eignamiðl­un. Það er mik­ið end­ur­nýj­að en þó óbreytt að mestu frá upp­runa­legri gerð. Hús­ið er 112,4 fer­metr­ar, byggt úr timbri og er á einni hæð, innst í botn­langa­götu. Í því eru fjög­ur svefn­her­bergi, eld­hús, búr, stofa, bað­her­bergi þvotta­hús og geymsla. Lóð­in er í góðri rækt. Tveir inn­gang­ar eru í hús­ið. Aðal­inn­gang­ur er að aust­an­verðu og hinn að vest­an­verðu. Aust­ur­for­stof­an er rúm­góð og með flís­um á gólfi. Bað­her­berg­ið er með sturtu­klefa og góðri inn­rétt­ingu. Eld­hús­ið er með par­keti á gólfi og ný­legri hvítri inn­rétt­ingu með granít­vinnu­borð­um. Inni af er lít­ið búr er með par­keti.

Stof­an er par­ket­lögð. Einnig hjóna­her­bergi sem er með stór­um ný­leg­um eikarfata­skáp og tvö­faldri hurð út á af­girta ver­önd til suð­urs. Einnig eru tvö par­ket­lögð barna­her­bergi og er ann­að þeirra með skáp. Fjórða her­berg­ið er teppa­lagt. Við inn­gang­inn baka­til er for­stofa með flís­um á gólfi og fata­hengi. Í þvotta­her­bergi og geymslu eru mál­uð gólf.

Hús­ið hef­ur feng­ið gott við­hald á und­an­förn­um ár­um. Þak hef­ur ver­ið yf­ir­far­ið og end­ur­nýj­að að mestu, einnig ofn­ar og ofna­lagn­ir, all­ir glugg­ar og allt gler. Þá hef­ur ver­ið skipt um klæðn­ingu að ut­an og skólplagn­ir ver­ið end­ur­nýj­að­ar. Heim­keyrsl­an er hellu­lögð.

Hús­ið og um­hverfi þess eru vitn­is­burð­ur um byggð fyr­ir tíma skipu­lags.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.