Ein­býli á góð­um stað

Heim­ili fast­eigna­sala hef­ur til sölu full­bú­ið vand­að ein­býli á ein­stök­um stað við Barðastaði 87 í Reykja­vík.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er á einni hæð með inn­byggð­um bíl­skúr og við­bættri garðstofu. Í hús­inu eru í dag þrjú svefn­her­bergi og stór­ar stof­ur. Við hús­ið er hellu­lagt stórt bíla­plan og fal­leg­ur garð­ur í góðri rækt. Einnig er stór af­girt­ur sólpall­ur við það.

Eign­in er inn­rétt­uð með inn­rétt­ing­um úr kirsu­berja­viði og borð­plöt­um úr granít. Á gólf­um er gegn- heil rauð­eik og nátt­úru­steinn. Vönd­uð tæki eru í inn­rétt­ing­un­um og lýs­ing er inn­byggð að inn­an sem og að ut­an. Vatns-og frá­rennslislagn­ir eru upp­haf­leg­ar ásamt raf­lögn­um.

Hús­ið var byggt ár­ið 2000 úr for­steypt­um ein­ing­um. Það er skráð 172,4 fer­metr­ar en íbúð­ar­rými þess er 114,7 fer­metr­ar. Garð­stof­an er 19,4 fer­metr­ar auk 38,3 fer­metra bíl­skúr.

Hús­ið stend­ur á 750 fer­metra lóð í fal­legu um­hverfi við laxá, tvo golf­velli og strönd með fal­leg­um göngu­leið­um. Óbyggt svæði er í kring­um hús­ið.

Barðastað­ir 87 eru á einni hæð ásamt við­bættri garðstofu og bíl­skúr.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.