Glæsi­legt ein­býli í Grafar­vogi

Fasteignasalan Heim­ili kynn­ir glæsi­legt 163 fer­metra ein­býl­is­hús til sölu að Loga­foldi 174 í Grafar­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er á einni hæð og stend­ur neð­an í götu á stórri 720 fer­metra lóð. Bak­garð­ur­inn snýr í suð­ur og er með af­girt­um sólpalli. Garð­ur­inn er gull­fal­leg­ur og í góðri rækt. Bíla­plan­ið að norð­an­verðu hús­inu er með snjó­bræðslu­kerfi. Íbúð­ar­rými húss­ins er 139,8 fer­metr­ar með sam­byggð­um bíl­skúr sem er 24 fer­metr­ar en alls er eign­in 163,8 fer­metr­ar.

Í hús­inu eru fjög­ur rúm­góð svefn­her­bergi og tvær stof­ur. Skipu­lag eign­ar­inn­ar er ein­stak­lega gott og nýt­ist rým­ið því mjög vel. Gól­f­efni eru teppi, flís­ar og par­ket. Bygg­ing­ar­ár húss­ins er 1984.

Þetta er ein­stak­lega fal­legt sér­býli í góðu ástandi. Selj­end­ur eru til­bún­ir til að skoða skipti á fjög­urra her­bergja eign með bíl­skúr. Fólki er vel­kom­ið að líta þessa fal­legu eign aug­um og mæta á op­ið hús í dag frá 17.00-17.30.

Garð­ur­inn við hús­ið er gull­fal­leg­ur og í góðri rækt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.