Ein­býli í Vest­ur­bæn­um

Fa­steigna­mark­að­ur­inn kynn­ir vel skipu­lagt ein­býl­is­hús á þrem­ur hæð­um auk bíl­skúrs á frá­bær­um stað í Vest­ur­bæn­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Sól­valla­gata 53 er 227.1 fer­metr­ar að stærð, hæð kjall­ari og ris auk 34.8 fer­metra bíl­skúrs. Lóð­in er af­girt með ver­önd og heit­um potti og er garð­ur­inn hann­að­ur af St­an­islas Bohic. Á að­al­hæð er geng­ið inn í par­ket­lagða for­stofu, þá inn í hol þar sem er góð vinnu­að­staða og sér­smíð­að­ir inn­felld­ir skáp­ar. Tvær samliggj­andi stof­ur, par­ket­lagð­ar með renni­hurð­um á milli og er út­gang­ur úr stofu nið­ur á ver­önd. Eld­hús­ið er par­ket­lagt með hvít­um inn­rétt­ing­um og eik­ar­borð­plöt­um. Flís­ar eru milli skápa og er tengi fyr­ir upp­þvotta­vél.

Geng­ið er upp við­arstiga upp á efri hæð húss­ins. Þar er barna­her­bergi með lin­o­leumdúk á gólfi, stórt her­bergi með inn­byggð­um fata­skáp­um og lin­o­leumdúk á gólfi. Þá er stórt hjóna­her­bergi með tveim­ur inn­byggð­um skáp­um og stórt bað­her­bergi með horn­baðkari.

Sér­inn­gang­ur er inn í kjall­ar­ann en einnig inn­an­gengt úr holi á að­al­hæð. Kjall­ar­inn er nú nýtt­ur sem íbúð, þar er flísa­lögð for­stofa og teppa­lagt her­bergi með fata­skáp­um. Eld­hús og stofa bæði teppa­lögð, flísa­lagt hol og sal­erni. Þá er í kjall­ara þvotta­her­bergi með sturtu­klefa og gufu­baði.

Bíl­skúr­inn er rúm­góð­ur með glugg­um og göngu­dyr­um. Þar er hiti, raf­magn og renn­andi vatn. Hú­ið er í góðu ástandi að ut­an.

Vel skipu­lagt ein­býl­is­hús með auka­í­búð í kjall­ara.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.