Endarað­hús á vin­sæl­um stað

Fa­steigna­mark­að­ur­inn ehf. sími 570-4500 kynn­ir mjög vel skipu­lagt og fal­legt 187 fer­metra endarað­hús á pöll­um með 30 fer­metra bíl­skúr á frá­bær­um stað í Vest­ur­bæn­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er vel skipu­lagt og á vin­sæl­um stað við Kaplaskjóls­veg­inn. Stór­ar suð­ursval­ir eru á hús­inu og rúm­góð af­girt lóð til suð­urs með hellu­lagðri ver­önd.

Næg bíla­stæði eru á lóð­inni og góð að­koma að hús­inu.

Heita­vatns­inn­tak er ný­lega end­ur­nýj­að sem og ofn­lok­ar í hús­inu. Aðal­bað­her­bergi húss­ins er ný­lega end­ur­nýj­að. Lýs­ing eign­ar:

For­stofa er flísa­lögð og með fata­skáp­um. Gesta­sal­erni er með flísa­lagt gólf og með glugga. Hol­ið er par­ket­lagt. Kork­ur er á eld­hús­gólfi, eldri eik­ar­inn­rétt­ing með flís­um á milli skápa. Tengi fyr­ir upp­þvotta­vél og góð borð­að­staða í eld­hús.

Búr með hill­um er inn af eld­húsi. Sjón­varps­hol og svefn­her­bergi eru par­ket­lögð.

Á efsta pall er geng­ið upp steypt­an par­ket­lagð­an stiga.

Rúm­góð­ar par­ket­lagð­ar og bjart­ar stof­ur með út­gangi á stór­ar sval­ir til suð­urs.

Á neðri palli: Geng­ið nið­ur við­arstiga með kó­kosteppi.

Stórt hjóna­her­bergi sem er par­ket­lagt og með fata­skáp­um á heil­um vegg. Út­gang­ur á lóð.

Stórt barna­her­bergi er par­ket­lagt og með laus­um fata­skáp­um.

Bað­her­bergi er nýend­ur­nýj­að, flísa­lagt gólf og vegg­ir og með glugga. Bæði flísa­lagð­ur sturtu­klefi og breitt baðkar með nuddi. Hand­klæða­ofn og gólf­hiti.

Neðsti pall­ur: Nið­ur þrjú þrep. Hol er par­ket­lagt. Rúm­góð, flísa­lögð geymsla.

Þvotta­her­berg­ið er rúm­gott með glugga og inn­rétt­ing­um með vaski, flísa­lagt gólf. Svefn­her­bergi er par­ket­lagt. For­stof­an er flísa­lögð og rúm­góð.hús­ið er í góðu ástandi að ut­an og þa­k­járn og þakpappi eru ný­lega end­ur­nýj­uð.

Bíl­skúr­inn er full­frá­geng­inn, rúm­góð­ur og með góð­um glugg­um. Raf­magn­sopn­ari er á bíl­skúrs­hurð og renn­andi heitt og kalt vatn. Ljós­leið­ari er kom­inn í hús­ið.

Rað­hús­ið var byggt ár­ið 1976 en bíl­skúr­inn 1981.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.