Glæs­i­í­búð­ir við Breiða­hvarf

Heim­ili Fast­eigna­sala kynn­ir: Breiða­hvarf, glæsi­leg­ar sér­hæð­ir í fjór­býl­is­húsi af­hent­ar full­bún­ar án gól­f­efna.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Um er að ræða fjór­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um auk kjall­ara. Að­koma að íbúð­um er um útitröppu frá sam­eig­in­legu bíla­stæði. Séraf­notareit­ur, um 40 fm, fylg­ir öll­um íbúð­um og er að­gengi frá íbúð­um á ann­arri hæð að séraf­notareit­um um útistiga frá vegg­svöl­um við stof­ur. Sam­eig­in­leg hjóla- og vagna­geymsla er í kjall­ar­an­um.

Íbúð­irn­ar eru 185-205 fm og skipt­ast í þrjú rúm­góð her­bergi. Þar af er hjóna­her­bergi með sér­bað­her­bergi. Stór stofa, borð­stofa og eld­hús, alls rúm­lega 50 fm. Þvotta­hús er inn­an íbúð­ar.

Íbúð­irn­ar eru ein­angr­að­ar og púss­að­ar að inn­an, vegg­ir og loft sand­spörsl­uð og gólf vélslíp­uð. Vegg­ir í kring­um bað eru úr raka­þolnu gipsi en aðr­ir létt­ir vegg­ir úr tvö­földu venju­legu gipsi. Hita­kerfi er blanda af hefð­bundnu ofna­kerfi og hita í gólfi. Inn­tök vatns og raf­magns eru í inntaks­rými í kjall­ara. Hita­kerfi er lok­að kerfi, heitt neyslu­vatn er á for­hit­ara. All­ir vegg­ir eru full­mál­að­ir í ljós­um lit. Lagt er fyr­ir sjón­varp og síma í hverju her­bergi, ísteypt­ar dós­ir fyr­ir halógenlýs­ingu á ýms­um stöð­um. Gólf verða flot­uð til­bú­in und­ir gól­f­efni. Vand­að­ar inn­rétt­ing­ar, eld­hús­inn­rétt­ing og fata­skáp­ar ná upp í loft. Bað­her­berg­in og þvotta­hús­ið verða flísa­lögð, skolvask­ur í borði í þvotta­húsi. Fata­skáp­ar eru í öll­um her­bergj­um og for­stofu og ná upp í loft. Loft­hæð inn­an íbúða er 270 cm. Guð­björg Magnús­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt sér um alla hönn­un og efn­is­val.

Lóð verð­ur með mal­bik­uð­um bíla­stæð­um, frá­geng­in sam­kvæmt teikn­ingu lands­lags­arki­tekts en án gróð­urs. Hús­ið er stein­steypt og ein­angr­að á hefð­bund­inn hátt, púss­að að ut­an og mál­að í ljós­um lit. Glugg­ar eru ál/timb­ur frá Glugga­smiðj­unni. Gler er tvö­falt K. verk­smiðjugler. Þak er stein­steypt, pappa­lagt eða dúk­lagt með við­eig­andi ein­angr­un og fargi þar of­an á. Handrið á svöl­um eru járn­gal­vaniser­uð. Öll sam­eign er full­frá­geng­in. Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Heim­ili, Fast­eigna­sala, sími 530- 6500.

Íbúð­irn­ar eru 185-205 fm, hjóna­her­bergi er með sér­bað­her­bergi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.