Fa­steign í lif­andi mynd

LANDMARK fast­eigna­sala kynn­ir: Nýj­ung í fast­eigna­við­skipt­um. Mynd­bönd af eign­um sem eru í sölu­með­ferð og sett á Youtu­be.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Fa­steigna­sal­an Landmark er fyrst til að bjóða þessa nýju þjón­ustu hér á landi. Verk­efn­ið er unn­ið í sam­starfi við Vigni Má Garð­ars­son hjá Fa­steigna­ljós­mynd­un ehf. og gert að er­lendri fyr­ir­mynd. Þessi þjón­usta við kaup­end­ur hef­ur ver­ið að ryðja sér til rúms vest­an­hafs und­an far­in ár. Með auk­inni gagna­flutn­inga­getu á net­inu er þetta raun­hæf­ur kost­ur til að kynna fast­eign­ir. Kostn­að­ur við mynd­bönd­in er 39 þús­und krón­ur með vsk. sem selj­andi greið­ir. Þeg­ar allt er til­bú­ið fyr­ir hefð­bundna mynda­töku er ekki mik­il fyr­ir­höfn að bæta þessu við fyr­ir selj­end­ur. Þessi gerð kynn­inga hent­ar vel fyr­ir stærri og um­fangs­meiri eign­ir. „Þetta auð­veld­ar neyt­end­um að velja úr þær eign­ir sem þeir hafa raun­veru­leg­an áhuga á að skoða og spar­ar þannig tíma og fyr­ir­höfn bæði fyr­ir selj­end­ur og kaup­end­ur,“seg­ir Magnús Ein­ars­son hjá Landmark. Þessi kynn­ing­ar­að­ferð er nýj­ung á Íslandi en hef­ur ver­ið not­uð í tölu­verð­an tíma í Banda­ríkj­un­um. „Ég held að inn­an fárra ára verði all­ar eign­ir kynnt­ar á net­inu með þess­um hætti, að það muni þykja jafn sjálfsagt og ljós­mynd­ir á net­inu af eign­um í dag,“seg­ir Magnús.

Sem dæmi um eign sem er með „hreyfi­mynda­kynn­ingu“frá Landmark er glæsi­legt rað­hús við Hóla­vað sem er 167,2 fm. Gól­f­efni, inn­rétt­ing­ar og tæki eru fyrsta flokks. Öll lýs­ing í hús­inu kem­ur frá Lúmex og var mik­ið lagt upp úr veg­legri og vand­aðri lýs­ingu. Inn­keyrsla er hellu­lögð og upp­hit­uð og sólpall­ur er í bak­garð­in­um. Sjá má kynn­ingu á eign­inni á www.fast­eign­ir.is.

Glæsi­legt rað­hús við Hóla­vað í Reykja­vík er nú hægt að skoða í lif­andi mynd.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.