Glæs­i­í­búð í Sjálandi

Fa­steigna­sal­an Torg kynn­ir: Sér­lega glæsi­leg íbúð á efstu hæð í vönd­uðu fjöl­býl­is­húsi ásamt tveim­ur stæð­um í bíla­geymslu í Sjálandi, Garða­bæ. Óhindr­að sjáv­ar­út­sýni.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Íbúð­in er björt og vönd­uð, 140,9 fm. Mik­il loft­hæð og stór­ir glugg­ar. Inn­rétt­ing­ar eru hann­að­ar af Guð­rúnu Mar­gréti og sér­smíð­að­ar af Brúnás. Þær eru sam­ræmd­ar í allri íbúð­inni, hvít­ar/há­glans. Gegn­heilt eikarp­ar­ket er á öll­um gólf­um nema í bað­her­bergj­um og þvotta­húsi en þar eru fal­leg­ar flís­ar.

Kom­ið er inn í for­stofu með gegn­heilu eikarp­ar­keti á gólfi og mjög góð­um fata­skáp sem nær upp í loft. Eld­hús­ið er glæsi­legt og vel bú­ið með vand­aðri inn­rétt­ingu. Borð­plat­an og vask­ur­inn er ein heil Cori­an-plata og nýt­ist einnig sem eld­hús-/ bar­borð. Vönd­uð AEG-stál­tæki eru í eld­hús­inu, kera­mik­hellu­borð og tveir ofn­ar í vinnu­hæð. Vand­að­ur Elica-stál­háf­ur er yf­ir eld­un­ar­að­stöðu. Gert er ráð fyr­ir tvö­föld­um ís­skáp og upp­þvotta­vél er inn­byggð.

Stof­urn­ar eru bjart­ar og glæsi­leg­ar með óhindr­uðu og frá­bæru sjáv­ar­út­sýni. Samliggj­andi stofu er borð­stofa. Út­gengt er á rúm­góð­ar flísa­lagð­ar suð­ursval­ir frá stofu. Sjón­varps­her­bergi er opið.

Hjóna­svít­an er óvenju stór og sam­an­stend­ur af her­bergi, fata­her­bergi og bað­her­bergi. Gott svefn­her­bergi að auki með par­keti á gólfi og tvö­föld­um hvít­um fata­skáp. Gesta­bað­her­bergi er með flís­um á gólfi og að hluta á veggj­um. Fal­leg inn­rétt­ing með marm­ara á borði, hand­klæða­ofn og upp­hengt sal­erni.

Þvotta­hús inn­an íbúð­ar er mjög vel skipu­lagt með ljósri inn­rétt­ingu og tengi fyr­ir þvotta­vél og þurrk­ara. Flís­ar eru á gólfi, vask­ur og vinnu­borð. Sér­geymsla í sam­eign fylg­ir eign­inni.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Haf­dís Rafns­dótt­ir sölu­stjóri, gsm 895- 6107 eða hafd­is@fast­t­org.is.

Glæsi­leg íbúð er til sölu í þessu húsi í Sjálandi í Garða­bæ.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.