Ein­býli með miklu út­sýni

Val­höll kynn­ir: Glæsi­legt ein­býl­is­hús neðst við sjáv­ar­kamb­inn í Kópa­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er á tveim­ur hæð­um sem skipt­ast í þrjá palla, alls 330,4 fm. Kom­ið er inn í hol­ið þar sem er góð­ur skáp­ur, það­an er geng­ið inn í skrif­stofu­her­bergi og tvö­fald­an 45,7 fm bíl­skúr með flís­um á gólfi. Úr hol­inu er geng­ið hálfa hæð upp og hálfa hæð nið­ur.

Efri hæð skipt­ist í stof­ur, eld- hús og gestasnyrt­ingu. Eld­hús­ið er rúm­gott með fal­legri inn­rétt­ingu, vönd­uð­um tækj­um (ís­skáp­ur og upp­þvotta­vél fylgja með) og með ágæt­um borð­krók. Úr eld­húsi er geng­ið út á litl­ar aust­ursval­ir. Stof­urn­ar eru rúm­góð­ar og bjart­ar.

Hús­ið er hann­að með það fyr­ir aug­um að út­sýn­ið og ná­lægð­in við Foss­vog­inn njóti sín sem best. Úr stofu er geng­ið út á vest­ursval­ir. Hl­að­inn ar­inn er í stof­unni. Á öll­um gólf­um eru flís­ar og í loft­um eru við­ar­þilj­ur.

Neðri hæð­in skipt­ist í stórt hjóna­her­bergi með bað­her­bergi, plankap­ar­ket á gólfi. Tvö stór her­bergi, gestasnyrt­ing, þvotta­hús og geymsla.

Mögu­leiki er á sér­í­búð með sér­inn­gangi. Frá­bært út­sýni er yf­ir Foss­vog­inn, yl­strönd­ina, Perluna, Esj­una og út á Skerja­fjörð. Hús­inu hef­ur ver­ið hald­ið vel við og er vel byggt. Upp­lýs­ing­ar um hús­ið gef­ur Heið­ar Frið­jóns­son í síma 693 3356 eða hei­dar@val­holl.is.

Hús­ið stend­ur við sjáv­ar­kamb­inn í Kópa­vogi með góðu út­sýni yf­ir Foss­vog­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.