Eign í sér­flokki í Garða­bæ

Fa­steigna­sal­an TORG kynn­ir: Glæsi­legt og vel skipu­lagt par­hús með inn­byggð­um bíl­skúr og góðu út­sýni í Ása­hverfi Garða­bæj­ar.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Um er að ræða 181 fm steypt par­hús á einni og hálfri hæð ásamt inn­byggð­um bíl­skúr, byggt ár­ið 2000. Allt neyslu­vatn er í plast­lögn­um (rör í rör) og for­hit­ari er á neyslu­vatni. Að­koma að hús­inu er mjög falleg, bíla­stæði við hús­ið eru hellu­lögð með hita­lögn­um og góð­ar ver­and­ir með skjól­veggj­um, heit­um potti, fal­leg­um gróðri og lýs­ingu um­lykja hús­ið.

Á neðri hæð húss­ins er and­dyri en falleg hurð með gleri að­skil­ur for­stofu og að­al­rými.

Í að­al­rým­inu er mjög góð loft­hæð, góð­ir skáp­ar og sér­smíð­að­ar hill­ur. Stofa með fal­leg­um arni hönn­uð­um af Jóni Eldon Loga­syni og beinu að­gengi út í garð­inn, borð­stofa, eld­hús með vönd­uð­um heim­ilis­tækj­um frá Siem­ens, inn­byggð­um ís­skáp, uppþvottavél og fal­legri inn­rétt­ingu með góðu skápaplássi sem er hvít og úr olíu­bor­inni rauð­eik. Bað­her­bergi er af vönd­uð­ustu gerð, glæsi­legt og flísa­lagt. Bæði baðkar og stór sturta með inn­byggð­um blönd­un­ar­tækj­um, falleg inn­rétt­ing með graníti á borð­um og upp­hengt sal­erni er á bað­her­berg­inu.

Tvö svefn­her­bergi eru á að­al­hæð og úr öðru þeirra eru dyr út í garð og mjög góð­ir fata­skáp­ar. Þvotta­her­bergi og geymsla eru samliggj­andi og það­an er geng- ið inn í rúm­góð­an bíl­skúr. Nið­ur­drag­an­leg­ir stig­ar eru á tvö stór geymslu­loft.

Á efri hæð er mjög bjart og fal­legt sjón­varps-/fjöl­skyldu­rými með frá­bæru út­sýni, sér­smíð­uð­um inn­rétt­ing­um og góðri loft­hæð. Þessu rými teng­ist svo gott svefn­her­bergi. Glæsi­leg­ur stigi smíð­að­ur af Járn­smiðju Óð­ins ligg­ur upp á efri hæð­ina. Eign í al­gjör­um sér­flokki. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Haf­dís Rafns­dótt­ir sölu­stjóri, gsm 895- 6107 eða hafd­is@ fast­t­org.is.

Ein­stak­lega vand­að hús í Ása­hverfi Garða­bæj­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.