Ein­stak­lega glæsi­legt hús

Mikla­borg kynn­ir: Ein­stak­lega glæsi­legt og vel skipu­lagt 256 fm. ein­býl­is­hús á vin­sæl­um stað í Kóra­hverf­inu. OP­IÐ HÚS AÐ GNITAKÓR 3, 14. maí frá kl. 17-18.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er teikn­að af Vektor og sá Odd­geir Þórð­ar­son, arki­tekt hjá Go-Form, um alla inn­an­húss­hönn­un. Inn­rétt­ing­ar eru sér­smíð­að­ar. Lýs­ing hönn­uð af Lu­mex. Garðurinn hann­að­ur af Ólafi Mel­sted lands­lags­arki­tekt.

Að­al­hæð­in skipt­ist í and­dyri, gestasnyrt­ingu, hol, eld­hús og tvær stof­ur. Neðri hæð­in skipt­ist í sjón­varps­hol, þrjú barna­her­bergi, hjóna­her­bergi með fata­her­bergi og bað­her­bergi. Bað­her­bergi að auki og þvotta­her­bergi með geymslu. Mögu­leiki er að bæta við fjórða barna­her­berg­inu.

And­dyr­ið er bjart, með mik­illi loft­hæð, góðri inn­felldri lýs­ingu og rúm­góð­um fata­skáp. Gestasnyrt­ing með vönd­uð­um flís­um. Góð­ir efri skáp­ar fyr­ir of­an hand­laug með spegl­um og hillu á milli. Úr and­dyri er inn­an­gengt í bíl­skúr sem er flísa­lagð­ur og með raf­magns­hurð­aropn­ara. Einnig er inn­an­gengt í bíl­skúr frá inn­keyrslu að ut­an­verðu.

Úr for­stofu er kom­ið inn í al­rými þar sem loft­hæð er mik­il og það­an er op­ið inn í eld­hús og stof­ur. Eld­hús­ið er sér­hann­að og með inn­felldri lýs­ingu og hljóð­kerfi. Inn­rétt­ing­in er úr hnotu að hluta og sprautu­lökk­uð hvít að hluta. Stór eyja á milli skápa úr hnotu með borð­plötu úr hvít­um steini frá Steinsmiðju S. Helga­son­ar. Milli eld­húss og borð­stofu er skil­rúm með teng­ingu fyr­ir sjón­varps­skjá og hljóð­kerfi. Úr borð­stofu er hægt að ganga út á stór­ar sval­ir með víð­áttu­miklu út­sýni. Stof­an er rúm­góð, op­ið rými það­an sem hægt er að horfa inn í borð­stofu og eld­hús.

Bók­ið skoðun hjá Jór­unni í síma 845-8958 eða jor­unn@mikla­borg.is

Op­ið hús verð­ur í Gnitakór 3 á morg­un á milli klukk­an 17-18.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.