Nýtt frá­bært fast­eigna­app

Nú geta þeir sem eru að hug­leiða íbúð­ar­kaup ein­fald­að sér leit­ina með nýju fast­eigna­appi. Á því skap­ast síma­not­end­um ný­ir mögu­leik­ar sem auð­velda leit­ina að réttu eign­inni.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Grét­ar Jóns­son, formað­ur Fé­lags fast­eigna­sala, seg­ir að inni á app­inu séu all­ar fa­steign­ir á land­inu sem séu til sölu. Einnig tölu­vert marg­ar leigu­íbúð­ir. „Það er ein­falt að hala app­inu nið­ur í iPho­ne- og Android-síma. Kaup­andi get­ur ek­ið í ákveð­ið hverfi sem hann hef­ur auga­stað á til bú­setu og feng­ið upp á app­inu all­ar þær eign­ir sem eru til sölu á því svæði. Þetta er hægt að gera um allt land. Stað­setn­ing­ar­bún­að­ur í app­inu stað­set­ur sjálf­krafa kaup­and­ann. Ég veit að sum­ir eru farn­ir að nota þetta í leit að sumar­hús­um ef þeir eru að sækj­ast eft­ir ákveðn­um stöð­um,“seg­ir Grét­ar.

„Mynd­ir og ná­kvæm lýs­ing á við­kom­andi fast­eign kem­ur upp í sím­an­um þannig að kaup­and­inn þarf ekki mik­ið að hafa fyr­ir því að sækja sér upp­lýs­ing­ar hvar sem hann er stadd­ur,“seg­ir Grét­ar enn­frem­ur. „Þetta er al­veg ótrú­lega magn­að for­rit sem á eft­ir að koma leit­end­um fast­eigna til góða. Þetta er fyrsta og eina fast­eigna­app­ið hér á landi og þetta er auð­vit­að nútíminn,“seg­ir Grét­ar. „Við lögð­um upp úr að hafa þetta sem allra full­komn­ast og það ætti að sinna þörf­um og kröf­um allra. Nú geta menn leit­að að réttu fast­eign­inni hvar sem þeir eru stadd­ir á land­inu, heima eða á ferð­inni.“

App­ið er hægt að sækja inn á fa­steign­ir.vis­ir.is í App­store og Google Play.

Nýja fast­eigna­app­ið býð­ur upp á marg­vís­lega skemmti­lega mögu­leika.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.