Glæsi­leg topp­í­búð

Fa­steigna­sal­an Fjár­fest­ing kynnir ein­stak­lega glæsilega pent­hou­se-íbúð á ein­um besta stað í höf­uð­borg­inni.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Um er að ræða sér­lega fal­lega og vand­aða 159,5 fm pent­hou­se-íbúð á fal­leg­um og góðum stað í Lundi í Kópa­vogi. Glæsi­legt út­sýni er úr íbúð­inni, og eru um það bil 95 fm þaksval­ir með­fram allri íbúð­inni. Vönd­uð og fal­leg íbúð, inn­felld lýs­ing og auk­in loft­hæð.

Geng­ið er inn í and­dyri með flís­um og góðum fata­skáp. Rúm­gott eld­hús með flís­um á gólfi. Fal­leg eik­ar­inn­rétt­ing með hvítu graníti. Rúm­góð stofa og borð­stofa með par­keti.

Gestasnyrt­ing er flísa­lögð. Rúm­gott sjón­varps­hol með par­keti. Hjóna­her­bergi með par­keti og fata­her­bergi. Bað­her­bergi með nudd­bað­keri og sér sturtu­klefa, fal­leg inn­rétt­ing. Barna­her­bergi með par­keti.

Stór­ar ca 95 fm sval­ir með­fram allri íbúð­inni með stór­glæsi­legu út­sýni.

Tvö stæði í bíla­geymslu. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hjá fa­steigna­söl­unni Fjár­fest­ing í síma 562 4250.

Glæsi­leg íbúð á efstu hæð í Lundi er til sölu. Fal­legt út­sýni til allra átta er úr íbúð­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.