Ein­býli á stórri hraun­lóð

Hraun­ham­ar kynnir: Reisu­legt og fal­legt ein­býl­is­hús á besta stað við Sævang í Hafnar­firði. Eign­in er skráð 276,1 fm en þar af er bíl­skúr 56,3 fm. Eign­in er stað­sett á stórri hraun­lóð.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Góð aðkoma er að hús­inu, hellu­lögð bíla­stæði. Rúm­góð flísa­lögð for­stofa með góðum skáp­um. Flísa­lögð gestasnyrt­ing með glugga. Stórt hol, hátt til lofts, borð­stofa og mjög gott og vel inn­rétt­að eld­hús og búr. Björt stofa með fal­leg­um arni, út­gang­ur út á góð­ar flísa­lagð­ar sval­ir til suð­urs. Gert er ráð fyr­ir einu her­bergi á efri hæð­inni sam­kvæmt teikn­ing­um en stof­an er þeim mun stærri í dag. Á neðri hæð er hol með skáp, út­gang­ur út á timb­ur­ver­önd í bak­garði.

Rúm­gott svefn­her­bergi með góðum skáp. Flísa­lagt bað­her­bergi þar inn af með sturtu­klefa og inn­rétt­ingu. Stórt þvotta­hús. Rúm­gott sjón­varps­hol. Stórt flísa­lagt bað­her­bergi með baðkari og sturtu­klefa.

Þrjú góð her­bergi með skáp­um, bú­ið er að opna milli tveggja þeirra en auð­velt að loka aft­ur. Gól­f­efni eru par­ket og flís­ar, teppi á stofu.

Stór skjól­góð timb­ur­ver­önd í bak­garði, hraun­lóð, hellu­lagð­ir gang­stíg­ar.

Stór geymsla und­ir bíl­skúr sem er geng­ið í frá baklóð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.