Ein­býli á Seltjarn­ar­nesi

Fa­steigna­sal­an TORG hef­ur til sölu bjart og fal­legt ein­býl­is­hús í litl­um botn­langa í Bolla­görð­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er á tveim­ur hæð­um með inn­byggð­um bíl­skúr. Það er byggt ár­ið 1997 á góðri 712 fm lóð sem nýt­ur út­sýn­is yf­ir sjó­inn, Esj­una og upp á Akra­nes.

Garð­ur­inn er skjól­góð­ur, gró­inn og fal­leg­ur með mjög stórri timb­ur­ver­önd og heit­um potti. Í hús­inu eru fjög­ur svefn­her­bergi, stofa og sjón­varps­hol. Eign­in er í góðu ástandi og tölu­vert end­ur­nýj­uð.

Á jarð­hæð er geng­ið inn í flísa­lagða for­stofu með fimm­föld­um fata­skáp. Gesta­sal­erni er inn af for­stofu. Eld­hús­ið er með fal­legri inn­rétt­ingu með inn­byggðu sóda­vatns­tæki. Öll eld­un­ar­tæki eru end­ur­nýj­uð. Stór­ir glugg­ar eru á eld­hús­inu með út­sýni út á sjó. Inn af eld­húsi er þvotta­her­bergi.

Setu­stofa og borð­stofa eru sam­an í opnu rými inn af eld­hús- inu. Þar er góð­ur ar­inn og út­gengi er út á ver­önd­ina til vest­urs.

Á efri hæð er sjón­varps­stofa með út­gengi á aust­ursval­ir með út­sýni út á Gr­anda og yf­ir á Akra­nes. Á hæð­inni er hjóna­her­bergi með fjór­föld­um fata­skáp og auk þess þrjú barna­her­bergi til við­bót­ar. Bað­her­berg­ið á hæð­inni er bæði með baðkari og sturtu.

Geng­ið er inn í bíl­skúr við hlið að­al­inn­gangs inn í hús­ið. Bíl­skúr­inn er 27,3 fm. Geymsla er inn af bíl­skúrn­um. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Berg­lind Hólm, lögg. fast­eigna­sali, í síma 694- 4000 eða berg­lind@fast­t­org.is

Hús­ið stend­ur á stórri lóð og mik­ið bíla­stæðapláss er fyr­ir fram­an hús­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.