Björt íbúð við Lind­ar­braut

Fa­steigna­mark­að­ur­inn hef­ur til sölu bjarta fimm her­bergja efri sér­hæð við Lind­ar­braut á Seltjarn­ar­nesi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Íbúð­in sem er fimm her­bergja og 134,6 fm er í þrí­býl­is­húsi og bíl­skúrs­rétt­ur fylg­ir.

Geng­ið er upp flísa­lagð­an stiga upp á efri hæð. Þar er sjón­varps­hol með par­keti og fata­skáp­um. Á svefn­gangi eru þrjú barna­her­bergi og hjóna­her­bergi. Öll eru her­berg­in par­ket­lögð og fata­skáp­ar í hjóna­her­bergi og tveim­ur barna­her­bergj­um.

Bað­her­berg­ið er með glugga og flísa­lagt í gólf og veggi. Eld­hús­ið er flísa­lagt með hvít­um inn­rétt­ing­um og góðri borð­að­stöðu. Þvotta­her­bergi er inn af eld­húsi með góðum skáp­um og vinnu­borði.Inn af því er síð­an búr með góðum hill­um og ruslal­úgu.

Stof­an er rúm­góð, par­ket­lögð og björt með gólf­síð­um glugg­um að hluta og út­gengi á rúm­góð­ar og skjól­góð­ar sval­ir sem vísa í suð­ur með fal­legu út­sýni að Reykja­nesi, Snæ­fells­jökli og víð­ar. Geymslur eru bæði und­ir stiga og á jarð­hæð.

Hús­ið að ut­an er í góðu ástandi, ný­lega við­gert og mál­að. Ný­legt aluz­ink er á þaki húss­ins og aluz­ink-kant­ur. Lóð­in er stór, fal­leg og í góðri rækt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.