Sum­ar­hús stutt frá Apa­vatni

Fold fa­steigna­sal­an Fold kynnir: Fal­legt sum­ar­hús á 5.000 fm eign­ar­landi ásamt tveim­ur geymslu­skúr­um á lóð í Lækjar­hvammi í nánd við Apa­vatn.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Geng­ið er inn í hús­ið að sunn­an­verðu. Þar er for­stofa með fata­hengi.

Snyrtilegt bað­her­bergi með sturtu­klefa. Rúm­gott svefn­her­bergi auk svefn­lofts, en það­an er út­gengt á góð­ar suð­ursval­ir.

Geymsla er inn­an bú­stað­ar­ins og þar er tengi fyr­ir þvotta­vél.

Eld­hús­ið er með góðum, ný­leg­um tækj­um.

Stof­an er op­in við eld­hús og er ein­stak­lega björt. Það­an er geng­ið út á sólpall sem snýr í norð­ur og aust­ur en lít­ið mál er að tengja pall við ann­an sólpall sem er við sunn­an­vert hús­ið þar sem er heitur pott­ur og góð­ur skjól­vegg­ur.

Að sögn selj­anda hef­ur bú­stað­ur­inn feng­ið gott við­hald í gegn­um ár­in og ný­lega er bú­ið að leggja að og frá rot­þró að nýju og einnig bú­ið að girða með­fram lóð­inni.

Tveir rúm­lega 7 fm skúr­ar eru á lóð­inni við hús, ann­ar er ný­leg­ur og með hita. Lít­ið mál er að tengja þá sam­an og út­búa gesta­hús. Við hús­ið vest­an­vert er svo laut með frístand­andi sól- palli og miklu túni sem mögu­legt er að nýta fyr­ir tjöld og hús­bíl.

Við lóð­ar­mörk ligg­ur á sem renn­ur út í Apa­vatn. Mik­ill og fal­leg­ur trjá­gróð­ur er á lóð­inni og langt er á milli bú­staða. Fal­legt hús í ró­andi um­hverfi. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hjá Fa­steigna­söl­unni Fold sími 552-1400.

Sum­ar­bú­stað­ur við Apa­vatn er til sölu hjá Fold.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.