Fal­legt hús í Vest­ur­bæn­um

Ein­ar Páll Kjærnested, lög­gilt­ur fast­eigna­sali, kynnir: Ein­stak­lega glæsi­legt 233,4 fm ein­býl­is­hús á þrem­ur hæð­um með bíl­skúr við Sól­valla­götu.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið hef­ur feng­ið gott við­hald og ver­ið mik­ið end­ur­bætt. For­stofa með flís­um á gólfi og for­stofu­skáp. Það­an er kom­ið inn í hol með Mer­bau-par­keti sem er á allri ann­arri og þriðju hæð húss­ins. Á hægri hönd er sjón­varps­her­bergi og úr því er op­ið inn í stofu. Úr stofu er svo geng­ið inn í borð­stofu. Til vinstri í holi er geng­ið inn í eld­hús með hvít­mál­aðri inn­rétt­ingu. Mósaík­flís­ar eru á milli efri skápa og borð­plötu.

Í eld­húsi er stál­klædd­ur Gor­enje- ofn, kera­mik­hellu­borð og vifta, einnig er inn­byggð Mieleupp­þvotta­vél og Gor­enje-ís­skáp­ur í inn­rétt­ingu.

Úr holi er par­ket­lagð­ur stigi upp á þriðju hæð. Þar eru tvö stór barna­her­bergi og stórt hjóna­her­bergi með stór­um inn­byggð­um fata­skáp. Á hæð­inni er bað­her- bergi með flís­um á gólfi og mósaík­flís­um á veggj­um. Á baði er baðkar með sturtu­að­stöðu ásamt hand­klæða­ofni.

Úr for­stof­unni er stigi nið­ur á fyrstu hæð. Þar er kom­ið inn í hol. Á vinstri hönd er bæði geymsla og rúm­gott þvotta­hús með sturtu. Á hægri hönd eru tvö svefn­her­bergi og lít­ið gesta­sal­erni und­ir stiga. Á hæð­inni er sér­inn­gang­ur ásamt lít­illi for­stofu.

Við hlið húss­ins er 28 fm flísa- lagð­ur bíl­skúr með raf­magni, hita og raf­drifn­um bíl­skúrs­hurð­aropn­ara auk sturtu­að­stöðu fyr­ir heit­an pott. Gott bíla­plan fyr­ir tvo bíla er fyr­ir fram­an bíl­skúr­inn. Í suð­ur­hluta garðs­ins er stór sólpall­ur með skjólgirð­ingu og heit­um potti. Þetta er ein­stak­lega fal­legt og reisu­legt hús í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.

All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar gef­ur Ein­ar Páll Kjærnested í síma 586 8080.

Virðu­legt ein­býli við Sól­valla­götu í Reykja­vík.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.