Fal­legt hús við Fiska­kvísl

Val­höll Fast­eigna­sala og Þór­unn Páls­dótt­ir sölu­full­trúi s. 773-6000 kynna: Glæsi­legt endarað­hús í Ár­túns­holti auk 96 fm íbúð­ar í kjall­ara sem er ekki í skráð­um fer­metr­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er við Fiska­kvísl og er 271,2 fm. Ein­stak­lega fal­leg­ur garð­ur um­lyk­ur hús­ið. Geng­ið er inn í for­stofu með inn­byggð­um fata­skáp­um, flísa­lagt her­bergi þar inn af. Úr for­stofu er kom­ið inn í bjart op­ið hol. Á vinstri hönd er par­ket­lagt her­bergi og við hlið þess flísa­lagt þvotta­hús með vaski og ný­legri inn­rétt­ingu. Á móti er stórt bað­her­bergi sem hef­ur ver­ið end­ur­nýj­að á smekk­leg­an hátt. Þá er rúm­gott hjóna­her­bergi með mjög góðu skápaplássi og út­gangi á sval­ir með tröpp­um nið­ur í bak­garð. Við hlið­ina á hjóna­her­bergi er stórt par­ket­lagt her­bergi.

Geng­ið er upp par­ket­lagð­an stiga á aðra hæð húss­ins. Kom­ið er upp í bjart­ar og glæsilegar samliggj­andi borð­stofu og stofu með mik­illi loft­hæð, arni og ein­stak­lega fal­legu út­sýni. Úr stofu er geng­ið út á sval­ir norð­an­megin með út­sýni til Esj­unn­ar og sjáv­ar. Sunn­an­meg­in á hæð­inni er snyrti­legt eld­hús og það­an geng­ið út á stór­ar flísa­lagð­ar suð­ursval­ir. Við hlið­ina á eld­húsi er eitt her­bergi til við­bót­ar sem er nýtt sem sjón­varps­her­bergi í dag. Þar á móti er bað­her­bergi með ný­leg­um flís­um á gólfi. Öll hæðin fyr­ir ut­an bað­her­bergi er par­ket­lögð. Úr stofu er geng­ið upp teppa­lagð­an stiga í stóra bjarta efri stofu með þak­glugg­um.

Bíl­skúr­inn er tvö­fald­ur með raf­drifn­um hurð­aropn­ur­um, ný­leg­um flís­um og rúm­góðu geymslu­lofti. Fal­leg íbúð er í kjall­ara. Sér­inn­gang­ur er inn í íbúð­ina úr bak­garði. Ein­stök eign á þess­um vin­sæla stað sem vert er að skoða. Ekki hika við að hafa sam­band til að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar. Þór­unn Páls­dótt­ir í síma 773-6000 eða thor­unn@val­holl.is

Vand­að rað­hús við Fiska­kvísl í Ár­túns­holti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.