Glæsi­leg eign á út­sýn­is­stað

Fa­steigna­sal­an Fold hef­ur til sölu glæsi­legt par­hús við Bakka­vör, á frá­bær­um stað sunn­an­meg­in í jaðri Val­húsa­hæð­ar á Seltjarn­ar­nesi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er 315 fm, á tveim­ur hæð­um með bíl­skúr. 1. hæð: And­dyri er flísa­lagt og með fata­skáp­um, kom­ið frá því í par­ket­lagt al­rými með sjáv­ar­út­sýni til suð­urs. Her­berg­in eru þrjú á neðri hæð­inni og eru þau öll par­ket­lögð. Mögu­legt er að hafa fleiri svefn­her­bergi á fyrstu hæð­inni og einnig auð­velt að út­búa þar aukaíbúð. Bað­her­bergi með sturtu er flísa­lagt með ný­leg­um tækj­um og inn­rétt­ingu. Þvotta­her­bergi er með nátt­úru­steini á gólf­um, inn­rétt­ingu og glugga. 2. hæð: Þang­að ligg­ur breið­ur og góð­ur par­ket­lagð­ur stigi. Stór­ar stof­ur og borð­stofa, gengt út á rúm­góð­ar suð­ursval­ir og aðr­ar sval­ir í vest­ur með panorama-út­sýni yf­ir haf­ið og fjöll­in. Hvor­ar tveggja sval­irn­ar eru flísa­lagð­ar. Eld­hús er með góð­um inn­rétt­ing- um, borð­krók og búri, það­an er út­sýni yf­ir Val­húsa­hæð­ina og sjáv­ar­sýn. Bað­her­bergi er með baðkari og sturtu, flís­ar á veggj­um og nátt­úru­steinn á gólfi. Hjóna­her­bergi er par­ket­lagt og gengt er úr því inn í rúm­gott fata­her­bergi og bað­her­berg­ið. Lagt er fyr­ir B&O-hljóm­flutn­ings­tækj­um og sjón­varpi á hæð­inni, glerl­ista- verk eft­ir Leif Breið­fjörð fylg­ir með í sölu.

Á fyrstu hæð er rúm­góð­ur bíl­skúr og gengt úr hon­um í geymslu. Að sögn selj­anda er hluti fyrstu hæð­ar ekki á teikn­ingu og raun­flat­ar­mál um 315 fm. Hús­ið stend­ur á 660 fm eign­ar­lóð. All­ar inn­rétt­ing­ar eru teikn­að­ar af Guð­björgu Magnús­dótt­ur og sér­smíð­að­ar.

Hús­ið stend­ur við Bakka­vör á Seltjarn­ar­nesi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.