Fal­leg íbúð í Safa­mýri

Fa­steigna­mark­að­ur­inn ehf., s. 570-4500, kynn­ir mjög fal­lega, vel skipu­lagða og end­ur­nýj­aða 4ra her­bergja íbúð með bíl­skúr. Op­ið hús í Safa­mýri 48, 3. hæð, þriðju­dag­inn 21. októ­ber á milli kl. 17.15 og 17.45.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Íbúð­in er á þriðju hæð, 100,4 fm ásamt bíl­skúr sem er 21,1 fm. Geng­ið er inn í hol með góð­um fata­skáp­um, eikarp­ar­ket á gólfi. Eld­hús­inn­rétt­ing­ar eru ný­leg­ar úr eik auk ný­legra eld­hús­tækja. Inni­hurð­ir eru ný­leg­ar og gól­f­efni sömu­leið­is að mestu leyti. Þvotta­her­bergi er inn af eld­húsi með hill­um. Flís­ar á gólfi. Hjóna­her­bergi er stórt, par­ket­lagt og með fata­skáp­um. Úr hjóna­her­bergi er út­gengt á yf­ir­byggð­ar flísa­lagð­ar sval­ir til vest­urs. Tvö par­ket­lögð barna­her­bergi.

Stof­an er rúm­góð með borð­stofu, eikarp­ar­ket á gólfi og út­gengt á flísa­lagð­ar og yf­ir­byggð­ar sval­ir til vest­urs. Bað­her­berg­ið er flísa­lagt í hólf og gólf með inn­rétt­ingu, upp­hengdu sal­erni og baðkari m/ sturtu­að­stöðu.

Bíl­skúr­inn er með bíl­skúrs­hurða­opn­ara en ópúss­að­ur að inn­an. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar á skrif­stofu Fa­steigna­mark­að­ar­ins ehf. í síma 570- 4500. Eign­in get­ur ver­ið laus til af­hend­ing­ar nú þeg­ar.

Íbúð­in er björt og tölu­vert end­ur­nýj­uð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.