Op­ið hús í Þr­asta­nesi 4

Hí­býli fast­eigna­sala kynn­ir glæsi­legt og mik­ið end­ur­nýj­að ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um að Þr­asta­nesi 4 á Arn­ar­nesi. Op­ið hús verð­ur hald­ið í dag milli 17 og 18.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er 292,4 fer­metr­ar að stærð með 79 fer­metra bíl­skúr eða sam­tals 371,4 fer­metr­ar. Á neðri hæð bíl­skúrs er 40 fer­metra aukaíbúð með sér­inn­gangi.

Kom­ið inn í mið­rými húss­ins, samliggj­andi stofa og borð­stofa með par­keti á gólf­um, ar­inn í stofu. Pí­anó­her­bergi á hægri hönd sem væri unnt að nýta sem auka­her­bergi.

Úr stof­um er út­gengt á tvenn­ar sval­ir, flís­ar eru á gólfi við sval­ir, timb­urklætt gólf á svöl­um.

Eld­hús er flísa­lagt með við­ar­inn­rétt­ingu og stór­um borð­krók. Úr eld­húsi er út­gengt í garð­inn á timb­ur­pall og nið­ur í hellu­lagða gryfju með heit­um potti. Eld­hús er með stór­um glugg­um sem gefa góða birtu.

Af gangi er hjóna­her­bergi á hægri hönd með út­gengi út í garð­inn. Bað­her­berg­ið er end­ur­nýj­að með steypt­um og flísa­lögð­um sturtu­klefa og upp­hengdu sal­erni.

Geng­ið er nið­ur stiga með kó­kosteppi nið­ur á neðri hæð. Þar eru þrjú barna­her­bergi, par­ket­lögð, end­ur­nýj­að bað­her­bergi, sjón­varps­her­bergi með kó­kosteppi á gólfi og hol.

Þvotta­hús er inn af sjón­varps­her­bergi, flísa­lagt með góð­um inn­rétt­ing­um og sána­klefa.

Rúm­gott fata­her­bergi er inn af sjón­varps­her­bergi.

Geng­ið um litla hurð inn í skrif- stofu­rými bak við sjón­varps­her­berg­ið, teppi á gólfi.

Inn­gang­ur í aukaíbúð er á neðri hæð bygg­ing­ar sem er að­greind frá íbúð­ar­húsi. Rúm­góð íbúð með end­ur­nýj­uðu bað­her­bergi og eld­húsi.

Fal­leg­ur, gró­inn og vel hirt­ur garð­ur bæði fram­an og aft­an við hús, fram­an við hús er heit­ur pott­ur og hellu­lagt í kring. Hús­ið hef­ur nær allt ver­ið end­ur­nýj­að á síð­ast­liðn­um ár­um.

Glæsi­leg eign með aukaíbúð á Arn­ar­nesi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.