Fal­legt hús í Foss­vogi

FA­STEIGNA­SAL­AN TORG KYNN­IR: Frá­bært fjöl­skyldu­hús á besta stað í Foss­vog­in­um al­veg neðst niðri við Skóg­rækt­ina. Hús­ið er skráð 238 fm m/bíl­skúr en gólf­flöt­ur mæl­ist um 260 fm þar sem hluti efri hæð­ar er und­ir súð.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er á tveim­ur hæð­um með bíl­skúr og glæsi­leg­um garði. Í eign­inni eru fjög­ur mjög góð svefn­her­bergi og fjór­ar stof­ur. Hús­ið er við­halds­lít­ið að ut­an þar sem það er múr­steina­klætt. Um er að ræða danskt ein­inga­hús, svo­kall­að Hos­by-hús. Eign­in hef­ur feng­ið mjög gott við­hald í gegn­um tíð­ina og því í mjög góðu ástandi. Úr for­stofu er kom­ið inn í hol sem leið­ir inn að eld­húsi, inn í stof­urn­ar og að gesta­sal­ern­inu.

Hús­ið hef­ur ver­ið tölu­vert end­ur­nýj­að að inn­an og er hið glæsi­leg­asta. Frá­bært skipu­lag er milli hæða þar sem öll svefn­her­berg­in eru á efri hæð­inni ásamt að­al­bað­her­bergi og góðu sjón- varps­holi en á neðri hæð eru stór­glæsi­leg­ar stof­ur, sól­stofa, eld­hús, þvotta­hús og ný­upp­gert gesta­bað­her­bergi með sturtu. Setu­stof­an er mjög rúm­góð með gegn­heilu mer­bau-par­keti á gólfi. Eld­hús­ið er rúm­gott með miklu skápaplássi. Inn­rétt­ing­in er sér­smíð­uð úr gegn­heil­um viði, mjög verk­leg og vel um geng­in. Inn­rétt­ing­in er í L + eyja. Vönd­uð Miele-tæki, stórt kera­mik hellu­borð, veg­leg­ur háf­ur, ofn og gufu­ofn.

Út­gengi er í stór­an suð­ur­garð með timb­ur­ver­önd. Sól­stofu var bætt við hús­ið ár­ið 1987. Sól­stof­an er glæsi­leg við­bót við stof­urn­ar og alla neðri hæð­ina.

Hús­ið er danskt ein­inga­hús á tveim­ur hæð­um .

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.