Hús á vin­sæl­um stað

Mikla­borg, fast­eigna­sala kynn­ir: Sér­lega fal­legt og vel við­hald­ið 224 fm ein­býl­is­hús á einni hæð á sunn­an­verðu Seltjarn­ar­nesi. Hús­ið var byggt ár­ið 1997.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Kom­ið er inn í and­dyri með góð­um skáp­um en það­an geng­ið inn í hol. Eld­hús­ið er með vand­aðri inn­rétt­ingu úr kirsu­berja­viði á móti sprautu­lökk­uð­um hurð­um. Tengi er fyr­ir upp­þvotta­vél og flís­ar á milli efri og neðri skápa. Borð­stofa er í beinu fram­haldi af eld­húsi og það­an geng­ið í sól­skála sem snýr í suð­vest­ur. Geng­ið er nið­ur tvö þrep í bjarta og rúm­góða stofu.

Barna­her­berg­in eru þrjú. Þau eru öll ágæt­lega rúm­góð (rúm­lega 10 fm). Einu barna­her­bergi hef­ur ver­ið breytt í skrif­stofu­her­bergi en auð­velt er að breyta því til baka. Hjóna­her­bergi er rúm­gott með skáp­um. Bað­her­berg­in eru tvö, ann­að er gesta­sal­erni með sturtu og hitt er rúm­gott með baðkari og fal­legri inn­rétt­ingu. Rúm­gott þvotta­hús með bak­inn­gangi.

Bíl­skúr er góð­ur með geymslu inn af. All­ar inn­rétt­ing­ar eru úr kirsu­berja­viði og eru vand­að­ar. Gól­f­efni er gegn­heil hnota á flest­um gólf­um nema vot­rým­um en þar eru flís­ar. Garð­ur­inn er létt­ur í um­hirðu og er lít­il ver­önd

Vel við­hald­ið hús á góð­um stað á Seltjarn­ar­nesi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.