Lúxus­í­búð á Bás­bryggju

Val­höll fast­eigna­sala hef­ur til sölu lúxus­í­búð að Bás­bryggju 51 þar sem er magn­að út­sýni og nánd við sjó. Op­ið hús verð­ur þriðju­dag­inn 2. des­em­ber klukk­an 17.30 til 18.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

skað er eft­ir til­boð­um í eina glæsi­leg­ustu íbúð borg­ar­inn­ar sem er á 3. og 4. hæð í ell­efu íbúða lyftu­húsi við sjó innst í Bryggju­hverf­inu. Ein­stök eign fyr­ir vand­láta sem vilja rými og þæg­indi eins og í ein­býl­is­húsi en vilja losna við garð­vinnu og umstang. Eign­in er 334,2 m2 að með­töld­um tvö­föld­um bíl­skúr á lóð. Út­sýni er mik­il­feng­legt til allra átta og ná­lægð við sjó gef­ur æv­in­týra­leg­an blæ. Hér má fylgj­ast með skemmti­ferða­bát­um og stökkvandi laxi á sumr­in og sel allt ár­ið. Vin­sæl­ar úti­vist­ar- og göngu­leið­ir eru allt um kring.

Geng­ið er inn í íbúð­ina á þriðju hæð í stórt hol með nátt­úru­stein­flís­um á gólfi og stór­um inn­felld­um ít­ölsk­um for­stofu­skáp­um. Þvotta­hús er á vinstri hönd með góðri inn­rétt­ingu. Stof­urn­ar eru opn­ar, bjart­ar og glæsilegar, rúm­góð borð­stofa með út­gengi út á norð­vest­ursval­ir með góðu út­sýni. Eld­hús­ið er stórt með út­sýni inn Grafar­vog. Inn­rétt­ing­ar og tæki eru vönd­uð og skápapláss gott.

Úr al­rými er geng­ið í bað­her­bergi, hjóna­svítu og her­bergi með gegn­heilu par­keti sem í dag er nýtt sem skrif­stofa. Bað­her­berg­ið er með með mósaík­flís­um á veggj­um, baðkari og sturtu og sand­steins­flís­um á gólfi. Hjóna­svít­an er til­komu- mik­il með gegn­heilu par­keti, út­gengi á suð­vest­ur sval­ir, mik­illi loft­hæð og inn­felldri lýs­ingu. Úr holi ligg­ur par­ket­lagð­ur hring­stigi upp á efri hæð þar sem er bað­her­bergi með baðkari/sturtu, al­rými með skáp­um, við­ar­klæddu lofti, gegn­heilu par­keti og út­gengi á stór­ar suð­ursval­ir. Her­bergi með við­ar­klæddu lofti, inn­felldri lýs­ingu og gegn­heilu par­keti og loks tví­skipt her­bergi með gegn­heilu par­keti.

Íbúð­in er öll hin glæsi­leg­asta.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.