Glæsi­hús við Heið­mörk

Heim­ili fast­eigna­sala 530-6500 kynn­ir til sölu: Vand­að 240 fm ein­býl­is­hús á einni hæð með inn­byggð­um bíl­skúr við óbyggt frið­að svæði við Heið­mörk­ina.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er fal­lega inn­rétt­að og vel tækj­um bú­ið. Hús­ið stend­ur á 811 fm lóð. Garð­ur­inn er af­girt­ur og í hon­um upp­hit­að­ar stétt­ir og stór­ir sólpall­ar með heit­um potti. Hellu­lagt upp­hit­að bíla­plan og stétt­ir fyr­ir fram­an. Sér­smíð­að­ar inn­rétt­ing­ar, par­ket og flís­ar á gólf­um og inn­byggð lýs­ing.

Rúm­góð for­stofa með flís­um og góð­um skáp­um, einnig fellistigi sem er upp á gott geymslu­loft. Þvotta­hús er inn af for­stof­unni og er með góð­um skáp­um og vél­ar falla inn í inn­rétt­ingu. Flísa­lagt gesta­bað með stórri sturtu.

Kom­ið er inn í stofu úr for­stofu. Eld­hús, borð­stofa og stofa eru í einu stóru rými þar sem er mik­il loft­hæð og há­ir glugg­ar. Enn frem­ur eru stór­ir glugg­ar með fal­legt út­sýni yf­ir í Heið­mörk, út­gengi á pall úr stof­unni.

Í eld­húsi er stór eyja, vönd­uð tæki og gott skápapláss.

Sjón­varps­hol er í rými á milli stofu og svefn­her­bergja­gangs. Fal­lega inn­byggð­ar hill­ur og skáp­ur. Þrjú svefn­her­bergi. Hjóna­svíta er í sér rými með fata­her­bergi og bað­her­bergi inn af. Bað og sturta eru að­skil­ið og út­gengi frá sturtu á pall og að potti.

Inn­an­gengt er í stór­an bíl­skúr sem er flísa­lagð­ur og að auki er þar vinnu­her­bergi og geymsla. Fal­legt vand­að ein­býl­is­hús á ein­stök­um ró­leg­um stað. Örstutt er í vin­sælt úti­vist­ar­svæði, göngu- og hjól­reiða­vegi í og við Heið­mörk og Rauða­vatn.

Glæsi­legt einbýli í ná­lægð við Heið­mörk.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.