Nýj­ar íbúð­ir í Úlfarsár­dal

Val­höll fast­eigna­sala kynn­ir: Af­ar smekk­leg­ar og glæsilegar nýj­ar íbúð­ir í sjö íbúða lyftu­húsi við Úlfars­braut 96 í Úlfarsár­dal. Hús­ið er einkar vel stað­sett neðst í daln­um við op­ið svæði með af­ar fal­legu út­sýni. Stæði í lok­aðri bíla­geymslu fylg­ir íbúð­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Tvær íbúð­ir eru óseld­ar í hús­inu. Ein á fyrstu hæð með sér­notafleti og suðursvölum og glæsi­legt pent­hou­se með auk­inni loft­hæð á efstu hæð.

Íbúð 101 er 4ra her­bergja íbúð á fyrstu hæð og er skráð 130,6 fm með geymslu. Eign­in skipt­ist í stofu, borð­stofu og eld­hús með eld­un­ar­eyju.

Út­gang­ur á 12,8 fm suð­ursval­ir úr stofu og einnig á 15,8 fm sér­nota­flöt til suð­aust­urs. Hjóna­her­bergi með góðu skápaplássi. Tvö önn­ur her­bergi, ann­að með fata­skáp­um, bað­her­bergi með sturtu­klefa og sér þvotta­hús inn­an íbúð­ar.

Íbúð 301 er glæsi­legt 3- 4ra her­bergja 128,5 fm pent­hou­se á þriðju hæð. Samliggj­andi stofa, borð­stofa og eld­hús með auk­inni loft­hæð, stór­um þak­glugga og eld­un­ar­eyju. Inn­felld lýs­ing frá Lu­mex í stofu og víð­ar. Út­gang­ur á tvenn­ar sval­ir, stór­ar suð­aust­ursval­ir úr stofu og suð­vest­ursval­ir úr hjóna­her­bergi. Hjóna­her­bergi með góðu skápaplássi.

Rúm­gott svefn­her­bergi með fata­skáp­um, bað­her­bergi með sturtu­klefa og sér þvotta­hús inn­an íbúð­ar. Mögu­leiki er að fá stærri stofu eða þriðja her­berg­ið.

Hús­ið er ál­klætt með ál-/tré­glugg­um. Í íbúð­un­um er gólf­hiti og er þeim skil­að full­bún­um með plankap­ar­keti frá Parka og 60x60 flís­um. Sér­smíð­að­ar inn­rétt­ing­ar eru frá Fag­us með steini á borð­um frá Gr­anít­stein­um.

Inn­an­húss­hönn­uð­ur er Bryn­dís Eva Jóns­dótt­ir sem þekkt er fyr­ir stíl­hrein smekk­leg­heit og frá­gang­ur er all­ur hinn vand­að­asti.

Íbúð­irn­ar eru glæ­nýj­ar og glæsilegar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.