Fal­legt ein­býli á sjáv­ar­lóð

Eignamiðl­un kynnir ein­stak­lega vel staðsett 585 fer­metra ein­býl­is­hús á fjór­tán hundruð fer­metra sjáv­ar­lóð við Mávanes. Hús­ið er á ein­um allra besta staðn­um á sunn­an­verðu Arn­ar­nes­inu.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Sjáv­ar­meg­in í hús­inu eru stór­ir glugg­ar og ein­stakt út­sýni beint nið­ur í fjöru og yf­ir fjörð­inn til Álfta­ness, Bessastaða og út fló­ann. Borð­stof­an er stein­lögð en sama gól­f­efn­ið flæð­ir út á ver­önd sjáv­ar­meg­in og inn í lok­að­an garð í miðju húsi en þar er heitur pott­ur. Hús­ið er teikn­að af Guð­mundi Kr. Krist­ins­syni. Hús­ið er skráð 582 fm, 260 fm eru skráð­ir á hæð og 260 í kjall­ara. Bíl­skúr er skráð­ur 62 fm.

Stof­ur eru stór­ar með frá­bæru út­sýni. Í hús­inu eru tvö bað­her­bergi og auk þess gestasnyrt­ing. Svefn­her­bergi eru í dag fimm eft­ir að fjög­ur barna­her­bergi hafa ver­ið sa­mein­uð í tvö. Hjóna­svíta skipt- ist í bað­her­bergi, fata­her­bergi, svefn­her­bergi og lít­ið her­bergi fyr­ir fram­an svefn­her­berg­ið, allt í einni ein­ingu. Kjall­ar­inn er glugga­laus en að mestu með góðri loft­hæð. Þar er búr beint und­ir eld­húsi, sauna með góðri setu­stofu, her­bergi með pool-borði og borð­tenn­is­borði. Þá eru í kjall­ar­an­um stór­ar geymslur, með­al ann­ars ein með mikl­um bóka­hill­um.

Við Mávanes á Arn­ar­nesi stend­ur þetta fal­lega ein­býl­is­hús.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.