Stór­kost­legt út­sýni

Val­höll fast­eigna­sala kynnir: Aust­ur­kór 102, íbúð 0002 . Ný full­bú­in 140,9 fm 4ra her­bergja íbúð með sér­inn­gangi neðst í hús­inu auk 25,8 fm bíl­skúrs í glæsi­legu nýju 6 íbúða húsi. Íbúð­inni fylg­ir 34,3 fm hellu­lögð ver­önd.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Út­sýn­ið er stór­brot­ið til sjáv­ar, Bessastaða og yf­ir borg­ina. Hér verð­ur eng­inn svik­inn af sól­ar­lag­inu. Geng­ið er inn í and­dyri með þreföld­um for­stofu­skáp. Á hægri hönd úr for­stofu er kom­ið inn í bjarta, glæsi­lega samliggj­andi borð­stofu, stofu og eld­hús. Inn af eld­húsi er geymsla. Úr stofu er geng­ið út á 34,3 fm hellu­lagða ver­önd. Stór­glæsi­legt út­sýni er bæði úr stofu og frá ver­önd­inni. Á vinstri hönd úr for­stofu eru tvö góð barna­her­bergi með inn­byggð­um skáp­um og hjóna­svíta með glæsi­legu fata­her­bergi og rúm­góðu bað­her­bergi inn af. Á móti her­bergj­un­um er þvotta­her­bergi og minna bað­her­bergi. Bað­her­berg­in eru með ljós­um flís­um á veggj­um upp í hurð­ar­hæð, sér­smíð­uð­um inn­rétt­ing­um, vegg­hengdu sal­erni og flísa­lögð­um sturtu­botn­um. Í þvotta­her­bergi er tengi­mögu­leiki fyr­ir þvotta­vél og þurrk­ara með raka­þétti. Glæsi­legt ein­stafa eikarp­ar­ket er á öll­um gólf­um nema bað­her­bergj­um og þvotta­her­bergi þar sem eru flís­ar.

Inn­rétt­ing­ar eru sér­smíð­að­ar frá Brúnási, hvítlakk­að­ar og með ljósri stein­plötu frá Rein. Inni­hurð­ir eru spón­lagð­ar eik­ar­hurð­ir án þrösk­ulds. Kera­mik­hellu­borð með fjór­um hell­um, blást­ur­sofn og gufug­leyp­ir með kolas­íu verða af gerð­inni AEG. Gólf­hiti er í íbúð­inni. Snjó­bræðsla er í tröpp­um og stétt­um að inn­göngu­dyr­um.

Einnig er til sölu al­veg eins íbúð í Aust­ur­kór 100 á 52,9 millj­ón­ir, henni er skil­að án meg­in­gól­f­efna og bíl­skúr fylg­ir ekki. Op­ið hús verð­ur þriðju­dag­inn 10. fe­brú­ar milli kl. 17.30 og 18.

All­ar upp­lýs­ing­ar veit­ir Þór­unn Páls­dótt­ir, sölu­full­trúi/verk­fræð­ing­ur, MBA í síma773- 6000 eða thor­unn@val­holl.is

Íbúð­in er ný og glæsileg.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.