Ein­býli í Kópa­vogi

FOLD FAST­EIGNA­SALA, sími 552-1400, KYNNIR: Reyni­hvamm­ur. Fal­legt, mik­ið end­ur­nýj­að ein­býli í suð­ur­hlíð­um Kópa­vogs. Eign­in er á tveim­ur hæð­um.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

For­stofa er á efri hæð með stein­flís­um á gólfi og fata­skáp­um. Þar er rúm­gott svefn­her­bergi með skáp­um. Flísa­lagð­ur gang­ur, nýst­and­sett bað­her­bergi. Gott svefn­her­bergi er við gang­inn. Rúm­gott par­ket­lagt sjón­varps­hol er við hlið eld­húss­ins. Eld­hús­ið er mjög rúm­gott, þar er ný inn­rétt­ing úr hvítt­uð­um aski og er sér­lega gott skápapláss í henni, gaselda­vél og háf­ur. Stof­an/ borð­stof­an eru með par­ket­lagt gólf og er út­gengt á stór­ar skjól­sæl­ar suð­ursval­ir frá henni, inn af stof­unni er geng­ið nið­ur tvær tröpp­ur í fal­lega ar­in­stofu.

Á neðri hæð­inni er for­stofa og inn af henni par­ket­lagt hol. Tvö rúm­góð svefn­her­bergi eru á þess­ari hæð, einnig er flísa­lagt þvotta­hús og gert ráð fyr­ir bað­her­bergi. Bíl­skúr­inn er rúm­góð­ur (36 fm). Ver­önd með skjól­veggj­um er fram­an við hús. Eign­in er mik­ið end­ur­nýj­uð. Lóð­in er gró­in og skjól­sæl og mik­ið út­sýni er úr hús­inu. Hús­ið er í lok­aðri götu og er spar­kvöll­ur hand­an göt­unn­ar, ör­stutt í alla þjón­ustu og íþrótta­hús.

Ein­býl­is­hús við Reyni­hvamm í Kópa­vogi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.