Efri sér­hæð í Safa­mýri

Berg, fast­eigna­sala, sími 588 5530, kynnir efri sér­hæð í Safa­mýri. Hæð­in er 145,6 fm auk 34,5 fm bíl­skúrs, sam­tals 180,1 fm.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Kom­ið er inn í and­dyri með nýj­um flísa­lögn­um. Stigi og stigapall­ur með nýj­um flís­um. Gestasnyrt­ing til vinstri af stigapalli. Til hægri er þvotta­hús með nýj­um flís­um og inn­rétt­ing­um. Stór gluggi í þvotta­húsi.

Hol með par­keti. Til hægri er eld­hús með nýrri eld­hús­inn­rétt­ingu úr eik. Ný eld­hús­tæki frá AEG og Siem­ens. Nýj­ar flís­ar milli efri og neðri skápa og á eld­hús­gólfi. Flottur frá­gang­ur.

Björt og rúm­góð stofa með par­keti. Ar­inn í stofu. Her­berg­is­gang­ur með par­keti. Þrjú góð svefn­her­bergi. Hægt að breyta einu í tvö. Bað­her­bergi er stórt, rúm­gott og flísa­lagt. Baðk­ar og sturtu­klefi. Í kjall­ara er góð geymsla. Bíl­skúr­inn er rúm­góð­ur. Út­gengt í bak- garð. Garð­ur­inn er í góðri rækt. Ver­ið er að skipta um járn á þaki og þak­kanta. Renn­ur verða end­ur­nýj­að­ar.

Bú­ið er að end­ur­nýja gler í glugg­um að stærst­um hluta og verð­ur það klár­að fyr­ir af­hend­ingu.

Fal­leg efri sér­hæð við Safa­mýri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.