Fal­legt hús með auka­í­búð

Heim­ili fast­eigna­sala hef­ur til sölu fal­legt ein­býl­is­hús við Sig­tún 49.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið, sem er í grónu hverfi, er skráð sem tvær íbúð­ir.

Hæð: Kom­ið er inn í and­dyri með flís­um og fata­hengi. For­stofu­her­bergi er með par­keti og skáp. Hol­ið er rúm­gott og stof­urn­ar tvær eru bjart­ar. Hjóna­her­bergi er par­ket­lagt með fata­skáp. Það­an er hægt að fara út á sval­ir í suð­aust­ur en út­gengt er af þeim út á þak bíl­skúrs­ins. Bað­her­berg­ið á hæð­inni er flísa­lagt í hólf og gólf. Eld­hús­ið er með fal­legri sér­smíð­aðri, upp­gerðri eldri inn­rétt­ingu. Vand­að­ur Smeg-ís­skáp­ur í stíl við inn­rétt­ing­una fylg­ir með.

Úr and­dyri er geng­ið upp í ris­ið. Þar er kom­ið inn í stórt og bjart par­ket­lagt al­rými þar sem far­ið er út á sval­ir í suður. Í ris­inu er her­bergi með par­keti og skáp­um og bað­her­bergi með sturtu­klefa. Góð­ar súð­ar­geymsl­ur eru í ris­inu.

Sér­inn­gang­ur er í kjall­ar­ann en einnig er inn­an­gengt úr and­dyri. Kom­ið er inn í flísa­lagt and­dyri en geymslu­skáp­ur er und­ir stiga. Her­bergi með par­keti og fata­skáp. Stórt her­bergi með par­keti og fata­skáp. Ný­legt bað­her­bergi en inn af því er þvotta­hús.

Úr hol­inu er geng­ið inn í 2JA HER­BERGJA ÍBÚÐ: Hún skipt­ist í bjarta stofu með par­keti, eld­hús með eldri inn­rétt­ingu og svefn­her­bergi. Bað­her­bergi er flísa­lagt með tengi fyr­ir þvotta­vél.

Bíl­skúr­inn er 23,2 fm og hef­ur hon­um ver­ið breytt í skrif­stofu og geymslu. Baka til er einnig stór og góð köld geymsla þar sem geymd eru hjól o.fl.

Hús­ið stend­ur á fal­legri lóð í Sig­túni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.