Ein­býli við Grund­ar­stíg

Heim­ili Fa­steigna­sala kynnir glæsi­legt 195,2 fm ein­býl­is­hús ásamt sér­stæð­um 41,2 fm bíl­skúr, sam­tals 236,4 fm. Hús­ið er við Grund­ar­stíg 7 í 101 Reykja­vík. Hús­ið er á 419 fm eign­ar­lóð.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Kom­ið er inn í flísa­lagða for­stofu þar sem stigi er bæði upp á efri hæð og nið­ur í kjall­ara. Á fyrstu hæð húss­ins er rúm­gott her­bergi sem er skrif­stofa í dag. Stór og björt stofa með par­keti á gólfi. Eld­hús með inn­rétt­ingu á tveim­ur veggj­um, fal­leg­um borð­krók í sól­skála sem var byggð­ur fyr­ir um tíu ár­um.

Á ann­arri hæð eru þrjú rúm­góð svefn­her­bergi. Bað­her­bergi með flís­um á gólfi. Baðk­ar, kló­sett og vask­ur, meiri loft­hæð. Sval­ir á stigapalli. Í kjall­ara er gesta­sal­erni, þrjár geymslur, þvotta­hús þar sem einnig er sturta. Ekki full loft­hæð í kjall­ara.

Bíl­skúr var end­ur­nýj­að­ur 2001. Glæsi­leg­ur og stór garð­ur, bíla­stæði fyr­ir 4-5 bíla. Bygg­ing­ar­ár húss­ins er 1913 en það var end­ur­byggt 1942. Sam­kvæmt FMR er eign­in skráð sem rað­hús.

Endurbætur: Skipt var um járn og pappa á þaki fyr­ir um fimm ár­um. Glugg­ar á fyrstu og ann­arri hæð end­ur­nýj­að­ir 2005 með ál­glugg­um. Bíl­skúr: Nýtt þak, nýj­ar hurð­ir og út­vegg­ir ein­angr­að­ir.

Garð­ur­inn við Grund­ar­stíg 7 er mjög gró­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.