Fris­bík­ast með keðju­sög

Orri Freyr Finn­boga­son sveifl­ar keðju­sög í margra metra haeð í vinn­unni. Hann er eini ar­boristi lands­ins og kepp­ir í fris­bík­asti með keðju­sög á Skóg­ar­leik­un­um um helg­ina. Orri vill efla skóg­ar­menn­ingu land­ans. Hann seg­ir að ís­lensk­ir skóg­ar séu auð­lind af

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Ragn­heið­ur Tryggva­dótt­ir

Fris­bík­ast með keðju­sög snýst bara um að skjóta við­ar­skíf­um út í loft­ið með keðju­sög og keppa um að skjóta þeim sem lengst. Þetta er er ný keppn­is­grein á Skóg­ar­leik­un­um þetta ár­ið. Reynd­ar verða kepp­end­ur vald­ir sér­stak­lega í þessa grein,“seg­ir

Orri Freyr Finn­boga­son, ar­boristi og skógra­ekt­ar­mað­ur, en hann er einn að­stand­enda Skóg­ar­leik­anna sem haldn­ir verða í Heið­mörk á morg­un.

Keppt verð­ur í fleiri grein­um, svo sem í ax­ark­asti og að af­kvista trjá­boli, kljúfa eldi­við, rúlla trjá­bol­um og í að „hlaupa upp tré“eins og Orri orð­ar það. Mark­mið­ið sé að kynna fólki hvað unn­ið sé úti í skógi og efla skóg­ar­menn­ingu land­ans.

„Við vilj­um fá fólk út í skóg. Ís­lend­ing­ar eru enn svo ung skóg­ar­þjóð og okk­ur vant­ar hefð­irn­ar, til daem­is að fara bara út í skóg að grilla og tálga,“seg­ir Orri.

Á Skóg­ar­leik­un­um verði líka mik­ið um að vera fyr­ir krakka, til daem­is laeri þau að lita efni með hrá­efn­um úr skóg­in­um, kljúfa eldi­við með exi og kjullu og fá að grilla brauð yf­ir eldi, tálga og vefa úr plönt­um.

Orri seg­ir ís­lenska skóga staerri en marg­ir geri sér grein fyr­ir og tals­verð fram­leiðsla fari fram úr ís­lensk­um við.

„Við eig­um orð­ið mikla auð­lind um allt land af nytja­skógi og vinnsla á smíða­efni eykst hratt. Ís­lensk­ur við­ur er mjög góð­ur til smíði, til daem­is eru greni­trén okk­ar þétt og bein. Öspin er lúmskt góð­ur smíða­við­ur, með fal­leg­an, dökk­an kjarna. Í Heið­mörk er timbri flett og það þurrk­að í þurrk­gámi, Skógra­ekt rík­is­ins fram­leið­ir tals­vert af borð­um, kurl, spa­eni og girð­ingastaura. Það er nóg til og haegt að gera meira. Það vant­ar bara að smið­ir og hönn­uð­ir upp­götvi þenn­an mögu­leika,“seg­ir Orri.

Eini ar­borist­inn

Starfstit­ill Orra, ar­boristi, hljóm­ar ókunn­ug­lega í eyr­um en það er al­þjóð­legt heiti yf­ir fólk sem vinn­ur við að klifra í trjám, til þess að snyrta þau eða fella þar sem stór­virk­um taekj­um verð­ur ekki kom­ið við. Orri seg­ist sá eini á land­inu og fór ut­an til að laera.

„Ég hafði verði skógra­ekt­ar­mað­ur í tíu ár þeg­ar ég fór til Nor­egs og svo til Banda­ríkj­anna að laera. Ég fer einnig til Sví­þjóð­ar að laera meira og fer til Slóven­íu í sum­ar. Nám­ið snýst um að laera að nota keðju­sög sem skóg­ar­höggs­mað­ur, klifra í trján­um með sér­stök­um bún­aði og síð­ast en ekki síst þarf mað­ur að vita hvað er að gera þarna uppi, laera um trén og trjásnyrt­ing­ar,“seg­ir Orri og við­ur­kenn­ir að starf­ið sé ekki haettu­laust. Haestu trén á Íslandi séu yf­ir 30 metra há.

„Það get­ur auð­vit­að ým­is­legt far­ið úr­skeið­is þeg­ar mað­ur klifr­ar upp í tré með keðju­sög,“seg­ir Orri sposk­ur. „Við vinn­um und­an­tekn­inga­laust tveir sam­an, ef eitt­hvað hend­ir klifr­ar­ann uppi í trénu get­ur hinn far­ið upp og náð hon­um nið­ur. Ég er bú­inn að þjálfa upp klifr­ara og vinn einnig með klifr­ara frá Dan­mörku. En þetta er ekk­ert fyr­ir alla. Í Banda­ríkj­un­um hef ég klifr­að 40 metra upp í tré og var sjúk­lega hra­edd­ur. En ég var með góð­an kenn­ara sem sendi mig bara aft­ur og aft­ur upp þar til hra­eðsl­an hvarf,“seg­ir Orri

Skóg­ar­leik­arn­ir hefjast á morg­un klukk­an 13 í Furu­lundi í Heið­mörk og standa til klukk­an 17.

MYND/SIGTRYGGUR ARI

Orri Freyr Finn­boga­son eyð­ir vinnu­dög­un­um yf­ir­leitt uppi í tré, í margra metra haeð, vopn­að­ur keðju­sög. Hann vill fá fólk út í skóg til að njóta nátt­úr­unn­ar og seg­ir ís­lenska nytja­skóga mikla auð­lind. Hann kepp­ir í fris­bík­asti með keðju­sög á...

Vinnu­að­sta­eð­ur Orra eru ekki fyr­ir þá sem eru loft­hra­edd­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.