Flík fyr­ir þá sem nota hjóla­stól

Net­versl­un­in ASOS er byrj­uð að selja flík sem er hönn­uð fyr­ir þá sem nota hjóla­stól. Von­ast er til að hún sé tákn nýrra tíma og tísku­heim­ur­inn taki meira til­lit til fatl­aðra.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Net­versl­un­in ASOS er byrj­uð að selja sam­fest­ing sem er sér­hann­að­ur fyr­ir fólk sem not­ar hjóla­stól. Sam­fest­ing­ur­inn er með lit­ríku munstri, er vatns­held­ur og kost­ar taep­lega 7.000 krón­ur.

Það er nýj­ung að tísku­vör­ur séu fram­leidd­ar sér­stak­lega fyr­ir þá sem nota hjóla­stól, en sam­fest­ing­ur­inn er sam­starfs­verk­efni ASOS og Chloe Ball-Hopk­ins, sem hef­ur keppt fyr­ir hönd Bret­lands á Ólymp­íu­leik­um fatl­aðra í bog­fimi og er frétta­mað­ur hjá BBC.

Ball-Hopk­ins sit­ur sjálf fyr­ir á mynd­un­um af flík­inni á vef­síðu ASOS og raeddi sam­starf­ið við ASOS ný­lega á Twitter-reikn­ingi sín­um: „Síð­ustu mán­uði hef ég unn­ið með ASOS við að búa til flík sem er baeði flott, nyt­sam­leg og vatns­held. Ekki bara fyr­ir fólk eins og mig sem not­ar stól, held­ur fyr­ir alla. Þetta snýst um að gera tísku að­gengi­lega.“

Í lýs­ing­unni á flík­inni er tek­ið fram að bakstykk­ið sé hann­að þannig að streng­ur­inn er haerri svo að sam­fest­ing­ur­inn sitji bet­ur og þrengi síð­ur að þeim sem sit­ur í stól og ýt­ir sér áfram. Ball-Hopk­ins út­skýrði líka í tíst­um að hún hefði vilj­að að hann vaeri með renn­lás um mitt­ið til að haegt vaeri að skipta hon­um í tvennt og gera það auð­veld­ara að fara úr hon­um og í. Skálm­arn­ar eru með teygju neðst sem hent­ar lág­vöxnu fólki vel og er þa­egi­legt við stíg­vél. Vatns­held­ur vasi er á jakk­an­um sem er hugs­að­ur fyr­ir síma, lyf eða laekn­ingata­eki.

Sam­fest­ingn­um sjálf­um og sam­starfi ASOS við Ball-Hopk­ins hef­ur ver­ið fagn­að mik­ið á sam­fé­lags­miðl­um, baeði af ein­stak­ling­um og góð­gerða­sam­tök­um.

Tíska á að vera fyr­ir alla

Tísku­heim­ur­inn er dug­leg­ur að tala um fjöl­breyti­leika, en ekki eins dug­leg­ur að leyfa hon­um njóta sín. Þeg­ar kem­ur að fötl­uð­um ein­stak­ling­um hafa orð­ið sér­stak­lega litl­ar fram­far­ir.

Sinead Bur­ke, einn helsti mál­svari fatl­aðra í tísku­heim­in­um, hef­ur tal­að um mik­ilvaegi þess að tísku­iðn­að­ur­inn taki til­lit til fólks með alls kyns fötl­un og 1,3 millj­ón­ir hafa horft á TED-fyr­ir­lest­ur henn­ar um mál­efn­ið.

Imr­an Amed, áhrifa­mik­ill tísku­sér­fra­eð­ing­ur, sem er stofn­andi og að­al­rit­stjóri vef­mið­ils­ins The Bus­iness of Fashi­on, seg­ir ein­fald­lega að það sé ekki leng­ur haegt að sa­etta sig við að í nokkr­um iðn­aði sé fólk úti­lok­að vegna fötl­un­ar. Hann seg­ir að það sé á ábyrgð tísku­iðn­að­ar­ins að taka til­lit til og sinna þörf­um allra, ekki bara af því að það sé rétt, held­ur líka vegna þess að það borgi sig. „Efna­hags­lega taekifa­er­ið eitt og sér und­ir­strik­ar þetta, en við ber­um sið­ferð­is­lega skyldu sem ger­ir þetta nauð­syn­legt,“sagði Amed.

ASOS finnst greini­lega skipta máli að tísk­an sé fyr­ir alla. Versl­un­in hef­ur lagt áherslu á að bjóða fólki af öll­um staerð­um og gerð­um tískufatn­að, hún hef­ur mark­aðs­sett vör­ur sem eru kyn­laus­ar og lagt áherslu á jákvaeða lík­ams­mynd og and­lega vellíð­an. Fyrr á þessu ári hóf ASOS líka aug­lýs­inga­her­ferð með fyr­ir­sa­et­unni og blogg­ar­an­um Mama Cāx, sem missti fót vegna krabba­meins þeg­ar hún var ung­ling­ur og er öfl­ug­ur tals­mað­ur fatl­aðra. Þessi nýi sam­fest­ing­ur er ann­að skref í rétta átt og von­andi vís­ir að því sem koma skal í tísku­heim­in­um.

MYND/ASOS

Chloe Ball-Hopk­ins hann­aði sam­fest­ing­inn í sam­starfi við ASOS.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.