Ljúf­feng blóm­kálssúpa

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Ís­lenska blóm­kál­ið er að detta í versl­an­ir lands­ins þessa dag­ana og því til­val­ið að prófa nýj­ar og góð­ar upp­skrift­ir sem inni­halda blóm­kál. Hér er upp­skrift af ein­faldri en gómsa­etri blóm­kálssúpu, bragð­ba­ett með bei­koni, sýrð­um rjóma, graslauki og chedd­ar osti. 4 stór­ar sneið­ar bei­kon

2 lauk­ar, sax­að­ir smátt (u.þ.b. 2 boll­ar)

2 stór­ar bök­un­ar­kart­öfl­ur, skra­el­ið og sker­ið í litla bita (u.þ.b. 5 boll­ar) 1 miðl­ungs­stór blóm­káls­haus, skor­inn í litla bita (u.þ.b. 6 boll­ar) 8 boll­ar kjúk­linga­soð (eða vatn og kjúk­linga­ten­ing­ar)

Salt og svart­ur pip­ar

Sýrð­ur rjómi, graslauk­ur og rif­inn chedd­ar ost­ur til að setja yf­ir þeg­ar súp­an er bor­in fram.

Steik­ið bei­kon þar til stökkt. Setj­ið á eld­hús­bréf og þerr­ið mestu fitu af. Ba­et­ið naest laukn­um út í og 1 tsk. af salti og 1 tsk. af pip­ar. Hra­er­ið reglu­lega og steik­ið þar til lauk­ur er mjúk­ur. Ba­et­ið naest út í kart­öfl­um, blóm­káli og kjúk­linga­soði. Sjóð­ið í um 15-20 mín. eða þar til kart­öfl­ur eru mjúk­ar. Setj­ið súp­una í bland­ara. Það er smekks­at­riði hvort súp­an verði silkimjúk eða með litl­um bit­um. Smakk­ið til með salti og pip­ar. Ber­ið fram með söx­uðu bei­koni og graslauk, sýrð­um rjóma og rifn­um chedd­ar osti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.