Rauði skósól­inn heim­inn og geim­inn

Christian Lou­bout­in er þekkt­ur um all­an heim fyr­ir ein­staka skó­hönn­un, en hans helsta vörumerki er rauði sól­inn sem hef­ur náð fót­festu sem eitt þekkt­asta tísku­tákn heims.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Christian Lou­bout­in fann ung­ur ástríðu sína fyr­ir skótaui þeg­ar hann fór á Afríku­og Eyja­álfusafn­ið í Pa­rís tólf ára að aldri, þar sem var til sýn­is skilti þar sem kon­um var bann­að að fara í hvöss­um pinna­hael­um inn í bygg­ing­una því hael­arn­ir myndu eyði­leggja gólf­ið. Ímynd­in brenndi sig inn í huga hans og hann sagði síð­ar að hann hefði lang­að til að hanna eitt­hvað sem braut all­ar regl­ur og gaf kon­um sjálfs­traust og vald. Há­ir pinna­hael­ar eru rauð­ur þráð­ur í hönn­un hans en ekki síð­ur rauði sól­inn sem gef­ur skóm hans sér­stakt yf­ir­bragð og kepp­ast stjörn­ur og auð­kýf­ing­ar um að sýna sól­ann við mik­ilvaeg taekifa­eri og þar með hvað þau eru fín og í takt við tísk­una. Sag­an seg­ir að rauði sól­inn hafi kom­ið þannig til að Christian var að velta fyr­ir sér skóm sem voru ný­komn­ir úr verk­smiðj­unni. Hann var ekki al­veg sátt­ur við út­kom­una en vissi ekki hvað vant­aði. Við hlið hans sat að­stoð­ar­kona hans og lakk­aði negl­urn­ar á sér með eld­rauðu naglalakki. Eins og í draumi (hef­ur hann sagt síð­ar) tók hann naglalakk­ið úr hönd­um henn­ar og hóf að lakka sól­ann á skón­um sem skyndi­lega fékk al­veg nýtt og spenn­andi yf­ir­bragð. Einn helsti við­skipta­vin­ur hans var Karólína prins­essa af Mónakó sem þá var ein helsta tísku­fyr­ir­mynd heims­ins og mynd­ir af henni að veifa rauða sól­an­um urðu til þess að aeði braust út og all­ir sem voru eitt­hvað í tísku­og skemmt­ana­iðn­að­in­um urðu að eign­ast Lou­bout­in pinna­haela með rauð­um sóla. Skór hans eru einnig oft á tíð­um skreytt­ir með fjöðr­um, slauf­um og glit­stein­um. Skórn­ir eru auk­in­held­ur með af­ar há­um hael, tólf senti­metra og haerri. Til gam­ans má geta þess að rauði sól­inn er í litatóni sem heit­ir Pant­one 18-1663 TPX. Sta­ersti við­skipta­vin­ur Lou­bout­ins er banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Danielle Steel sem er sögð eiga meira en sex þús­und skópör úr smiðju hans og keypti eitt sinn átta­tíu pör í einni versl­un­ar­ferð.

Lou­bout­in er mann­vin­ur mik­ill og hef­ur fund­ið ýms­ar leið­ir til að láta gott af sér leiða. Hann hef­ur til daem­is tek­ið hönd­um sam­an við Disney-fyr­ir­ta­ek­ið og hann­að skó í anda sögu­per­sóna í mynd­um fyr­ir­ta­ek­is­ins. Nýj­asta daem­ið er skólína sem faer inn­blást­ur úr nýj­ustu St­ar Wars-mynd­un­um, The Force Awakens og The Last Jedi en þar seg­ist Lou­bout­in fagna hinum sterku kven­per­són­um mynd­anna með því að gera skó þeim til heið­urs enda hef­ur hann löng­um sagt að hann líti á him­in­háa hael­ana á hönn­un sinni sem vopn kon­unn­ar. Þannig er haell­inn á skón­um sem kennd­ir eru við Rey, að­al­per­són­una í nýj­asta St­ar Wars þrí­leikn­um blár í stíl við geislasverð­ið sem hún bregð­ur fyr­ir sig eft­ir þörf­um og á öll­um skón­um eru skreyt­ing­ar sem minna á bar­daga­geim­skip úr mynd­un­um. Að­eins voru fram­leidd fjög­ur pör af Stjörnu­stríðs­skón­um, eitt af hverri teg­und og voru þau seld á upp­boði og ágóð­inn rann til sam­tak­anna St­ar Wars: Force for change. Skórn­ir eru að sjálf­sögðu all­ir með rauða sól­an­um, því hvernig aetti fólk ann­ars að vita að þeir eru Lou­bout­in?

Lou­bout­in skór til sýn­is á frum­sýn­ingu á St­ar Wars mynd­inni The Last Jedi en Lou­bout­in hann­að skólínu sem er inn­blás­in af mynd­inni. Þess­ir skór eiga að tákna Rey, að­al­per­sónu mynd­anna en eins og sjá má glitt­ir í rauða sól­ann.

Par­is Hilt­on er með­al að­dá­enda Lou­bout­in og sýn­ir hér ljós­mynd­ur­um sól­ann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.