AEvin­týr­ið byrj­aði á kaffi­húsi

Haust­ið 1990 sett­ist Linda Björg Árna­dótt­ir, lektor í fata­hönn­un, inn á kaffi­hús þar sem hún hitti tvo ókunn­uga menn. Þeir báðu hana um að taka þátt í mynd­list­ar­verki Stein­gríms Eyfjörð mynd­list­ar­manns og 27 ár­um síð­ar urðu mynd­verk til sem af­leið­ing þess

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Inn­an veggja heim­il­is­ins held­ur Linda Björg Árna­dótt­ir, lektor í fata­hönn­un við Lista­há­skóla Ís­lands, mest upp á tvö mynd­list­ar­verk eft­ir Stein­grím Eyfjörð sem hanga uppi á vegg í stiga­gang­in­um. Verk­in eiga sér nokk­uð skemmti­lega og per­sónu­lega sögu að sögn Lindu. „Haust­ið 1990 var ég á fyrsta ári í Mynd­lista­og hand­íða­skól­an­um (MHÍ) og vann með skól­an­um nokk­ur kvöld í viku í Ís­búð Vest­ur­baej­ar á Haga­mel. Einn dag­inn var ég á leið þang­að gang­andi en ákvað að drepa tím­ann og fá mér kaffi því ég átti ekki að maeta al­veg strax í vinnu.“

Óvaent­ur fund­ur

Á kaffi­hús­inu sátu á naesta borði tveir ókunn­ug­ir menn sem gáfu sig á tal við hana. „Þeir spurðu mig hvort ég vildi vera sam­starfs­að­ili í mynd­list­ar­verki Stein­gríms Eyfjörð, en hann var ann­ar þeirra, og safna mynd­um af kvenof­ur­hetj­um sem síð­an aetti að sýna sem mynd­list. Ég átti ein­hvern veg­inn að setja mig í spor of­ur­hetju og auk þess að safna mynd­um og hug­mynd­um um hina kven­legu of­ur­hetju. Þeir voru einnig með plön um að gera bún­ing á mig, dá­leiða mig og eitt­hvað fleira. Mað­ur­inn sem var með Stein­grími dró upp ávís­ana­hefti og skrif­aði ávís­un upp á 10.000 kr. og lét mig fá hana upp í kostn­að fyr­ir kaup­um á efni, ljós­rit­un og fleiru.“

Fram­andi lífs­reynsla

Hún seg­ir þetta hafa ver­ið mjög fram­andi lífs­reynslu. „Þó að ég hafi ver­ið á fyrsta ári í MHÍ þá var ég ekki al­in upp við list­ir og 10.000 kr. á þess­um tíma voru eins og 100.000 kr. í dag auk þess sem þetta voru al­ger­lega bláókunn­ug­ir menn sem réttu mér ávís­un­ina.“

Hún tók þó við henni og síma­núm­eri Stein­gríms og tók að sér verk­efn­ið. „Ég byrj­aði á því að fara í bóka­búð­ir að skoða blöð um of­ur­hetj­ur og safn­aði þeim sam­an. Þetta var fyr­ir tíma gsm-síma og með tím­an­um missti ég sam­band við Stein­grím og verk­efn­ið fjar­aði út.“

Hitt­ust aft­ur

Ár­ið 1997 hitt­ust Linda og Stein­grím­ur aft­ur fyr­ir til­vilj­un en þá hafði hún bú­ið í Pa­rís í tvö ár og kom heim um sumar­ið til þess að vinna. „Hann vildi endi­lega halda verk­efn­inu áfram og hitt­umst við nokkr­um sinn­um vegna þess þetta sumar­ið. Um haust­ið fór ég aft­ur til Pa­rís­ar og við misst­um sam­band­ið aft­ur. Snemma árs 2017 opn­ar síð­an Stein­grím­ur sýn­ingu í Hafn­ar­borg þar sem að hann hafði með­al ann­ars not­að úr­klipp­urn­ar mín­ar í verk sem hann kall­ar Of­ur­hetj­an.

Ég á núna tvaer af þess­um mynd­um og þyk­ir vaent um þa­er og þessa ótrú­legu sögu á bak við verk­in en 27 ár­um eft­ir að ég hitti tvo ókunn­uga menn á kaffi­húsi urðu til mynd­verk sem af­leið­ing þessa til­vilj­un­ar­kennda fund­ar.“

MYND­IR/ ANTON BRINK

„Ég átti ein­hvern veg­inn að setja mig í spor of­ur­hetju og auk þess að safna mynd­um og hug­mynd­um um hina kven­legu of­ur­hetju. Þeir voru einnig með plön um að gera bún­ing á mig, dá­leiða mig og eitt­hvað fleira,“seg­ir Linda Björg Árna­dótt­ir, lektor í fata­hönn­un við Lista­há­skóla Ís­lands.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.