Lit­ríkt og mynstr­að haust í Comma

Haust­ið er kom­ið í Comma í Smáralind og versl­un­in stút­full af nýj­um vör­um. Köfl­ótt, rönd­ótt og teinótt eru heit­ustu mynstr­in í haust­tísk­unni.

Fréttablaðið - FOLK - - FÓLK KYNNINGARBLAÐ -

Haust­in eru líf­leg­ur tími þar sem skól­inn hefst á ný, fólk snýr aft­ur til vinnu eða breyt­ir um starf. Þá er gam­an að kla­eða sig upp á og ganga þannig í aug­un á skóla- og vinnu­fé­lög­un­um,“seg­ir Hjör­dís Sif Bjarna­dótt­ir, eig­andi Comma í Smáralind.

Hún seg­ir ým­is ný trend koma inn með haust­inu. „Köfl­ótt, rönd­ótt og teinótt. Þessi þrenna verð­ur áber­andi þenn­an vet­ur,“lýs­ir hún og baet­ir við að í haustlín­un­um sé að finna ull­ar- og kasmírpeys­ur, blúss­ur, leð­urpils, töff klúta og áber­andi háls­men.

Hvað með liti? „Þeir lit­ir sem verða áber­andi í haust og vet­ur eru fjólu­blár og dökkrauð­ur, dökk­blár og koní­aks­brúnn í bland, og föl­bleik­ur með svörtu,“svar­ar Hjör­dís og finnst skemmti­legt að slík litagleði skuli lífga upp á kom­andi vet­ur. Hún seg­ir dragt­ir koma sterk­ar inn og í boði sé mik­ið úr­val af þeim. „Þá eru kjól­arn­ir og pils­in alltaf vinsa­el og við eig­um úr­val af þeim baeði til að nota dags­dag­lega og við spari­leg taekifa­eri.“

Alltaf er haegt að finna eitt­hvað nýtt og skemmti­legt í versl­un Comma enda eru lín­urn­ar tólf á hverju ári og nýj­ar vör­ur ber­ast viku­lega. „Okk­ar áhersla er alltaf á við­skipta­vin­inn því við vilj­um að hon­um líði vel í því sem hann kla­eðist. Föt­in okk­ar eru með þýsk­um snið­um sem henta okk­ur Ís­lend­ing­um sér­stak­lega vel. Við bjóð­um upp á kla­eði­leg­ar blúss­ur og mis­mun­andi snið á bux­um enda er­um við ekki all­ar eins í lag­inu,“seg­ir Hjör­dís glað­lega en boð­ið er upp á staerð­ir frá 34 til 46.

Comma kynn­ir nýja haustlínu í versl­un sinni í Smáralind í dag. Af því til­efni verð­ur við­skipta­vin­um boð­ið upp á létt­ar veit­ing­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.