Marg­þa­ett manga í Gróf­inni

Borg­ar­bóka­safn­ið í Gróf­inni býð­ur borg­ar­bú­um upp á sann­kall­aða manga­veislu frá klukk­an 13 til 19 í dag. Margt verð­ur á döf­inni, manga­m­ara­þon, rat­leik­ur, and­lits­máln­ing og karókí.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Sól­veig Gísla­dótt­ir

Það verð­ur mjög líf­legt hjá okk­ur á Menn­ing­arnótt,“seg­ir Hólm­fríð­ur Ólafs­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Borg­ar­bóka­safn­inu í Gróf­inni, en safn­ið býð­ur til skemmti­legr­ar dag­skrár þar sem japönsk menn­ing og manga­teikni­mynd­ir og -menn­ing verða í há­veg­um höfð. Dag­skrá­in er hluti af Manga­há­tíð í Reykja­vík en á síð­ustu dög­um hafa ver­ið hald­in mál­þing og uppá­kom­ur.

„Ásta­eð­an fyr­ir því að við ákváð­um að vera með er sú að hing­að til lands kem­ur jap­ansk­ur manga­höf­und­ur, Ma­koto Yukimura, sem hef­ur gert átta bindi af ís­lensku forn­sög­un­um í manga­stíl. Við er­um einnig með manga­deild hér í safn­inu og þótti því við haefi að vera með í þessu manga­aevin­týri,“seg­ir Hólm­fríð­ur.

Dag­skrá safns­ins verð­ur á tveim­ur haeð­um. „Á fyrstu haeð­inni verð­ur til daem­is flugdreka­smiðja og and­lits­máln­ing en fólk get­ur lát­ið mála sig í manga­stíl og tek­ið svo mynd af sér með bak­grunni og í bún­ing­um. Á ann­arri haeð­inni verð­um við með pókemonrat­leik í mynda­sögu­deild­inni og svo aetl­um við að prenta út mynd­ir úr Vín­lands­sögu Yukimura en það verð­ur gam­an fyr­ir gesti að skoða mynd­ir af þess­um fra­egu ís­lensku vík­ing­um í manga­stíl.“Krökk­um verð­ur boð­in kennsla í að teikna manga og jap­anska sendi­ráð­ið kenn­ir fólki jap­anskt let­ur. „Þá verð­ur kona sem geng­ur hér um, stopp­ar fólk og teikn­ar innri manga­per­sónu þess,“lýs­ir Hólm­fríð­ur glað­lega.

Ein af skemmti­leg­um uppá­kom­um safns­ins þenn­an dag er manga­m­ara­þon­ið sem Fyr­ir­mynd, fé­lag teikn­ara og mynd­höf­unda stend­ur fyr­ir. „Það eru ís­lensk­ir teikn­ar­ar sem taka þátt. Þeir maeta

Boð­ið er upp á and­lits­máln­ingu, skraut­lega bún­inga og skemmti­leg­ar hár­koll­ur þannig að fólk get­ur lát­ið taka mynd af sér sem manga­sögu­per­sóna.

Ma­koto Yukimura hef­ur gert átta bindi af ís­lensku forn­sög­un­um í manga­stíl sem bera heit­ið Vín­land saga. Sýn­ing á mynd­um úr bók­un­um verð­ur í Borg­ar­bóka­safn­inu í Gróf­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.