Kenn­ir frum­lega og fra­eð­andi leiki

TheDa­dLab hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir frum­leg­ar hug­mynd­ir að leikj­um og til­raun­um sem fjöl­skyld­ur geta stund­að sam­an, baeði til að skemmta sér og fra­eða börn­in.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Odd­ur Freyr Þor­steins­son

Ser­gei Ur­ban er heima­vinn­andi hús­fað­ir sem lum­ar á alls kyns skemmti­leg­um og áhuga­verð­um hug­mynd­um að vís­inda­tilraun­um og leikj­um fyr­ir börn sem hann birt­ir á sam­fé­lags­miðla­síð­um TheDa­dLab og sam­nefnd­um vef.

Ur­ban vann áð­ur sem hag­fra­eð­ing­ur og seg­ist vera hvorki kenn­ari né vís­inda­mað­ur, held­ur bara pabbi sem sé að deila upp­lif­un sinni af fað­erni. Hann finn­ur upp á alls kyns skemmti­leg­um leið­um til að skemmta sér með son­um sín­um tveim­ur, sem eru fjög­urra og sex ára.

Ur­ban not­ar hvers­dags­lega hluti sem haegt er að finna á hverju heim­ili til að heilla syni sína með vís­inda­tilraun­um þar sem leik­ið er með nátt­úru­öfl­in og regl­ur eðl­is­fra­eð­inn­ar. Hann finn­ur líka upp á ýms­um ein­föld­um leikj­um sem eru oft fra­eð­andi og geta hrist upp í hvers­dags­leik­an­um, gef­ið ímynd­un­ar­afl­inu laus­an taum­inn og hjálp­að börn­um að átta sig á marg­breyti­leika heims­ins.

Ur­ban seg­ist hafa skap­að TheDa­dLab til að deila skap­andi verk­efn­um sem hann og syn­ir hans taka sér fyr­ir hend­ur með eins mörg­um for­eldr­um og haegt er til að hvetja þá til að verja fleiri gaeða­stund­um með börn­un­um sín­um og gera börn­in for­vit­in og áhuga­söm um heim­inn.

Ur­ban er ný­bú­inn að gefa út bók með safni til­rauna sem hjálpa for­eldr­um að kynna ein­föld vís­indi fyr­ir börn­um. Í bók­inni eru 40 til­raun­ir út­skýrð­ar á ein­fald­an hátt, svo for­eldr­ar geti lýst fyr­ir börn­um sín­um hvernig og hvers vegna þa­er virka.

Ur­ban seg­ir að eng­in af til­raun­un­um krefj­ist sér­staks út­bún­að­ar eða kunn­áttu og að börn geti oft laert um vís­indi, taekni, verk­fra­eði og staerð­fra­eði í gegn­um ein­fald­ar til­raun­ir án þess að taka eft­ir því. Á sama tíma geti for­eldr­ar not­ið góðra stunda með börn­um sín­um og skap­að minn­ing­ar sem end­ast alla aevi.

Á vef og sam­fé­lags­miðla­síð­um TheDa­dLab er haegt að finna ýms­ar skemmti­leg­ar hug­mynd­ir. Hér eru tvaer sem er auð­velt að prófa heima.

Stein­gerð risa­eðlu­egg

Fyr­ir þetta þarf bara frysti, blöðru, leik­fang­arisa­eðlu og ham­ar. Mað­ur set­ur risa­eðl­una var­lega inn í blöðru án þess að gata blöðr­una. Svo blaes mað­ur blöðr­una út til að teygja hana út og hleyp­ir loft­inu því naest úr henni. Svo set­ur mað­ur blöðr­una und­ir krana og fyll­ir hana af vatni. Þá er haegt að baeta glimmeri eða máln­ingu út í vatn­ið, en svo á að loka blöðr­unni og setja hana í frysti yf­ir nótt.

Þeg­ar vatn­ið er al­veg fros­ið tek­ur mað­ur svo blöðr­una ut­an af „egg­inu“, laet­ur barn­ið fá hlífð­argler­augu og leyf­ir því að nota ham­ar­inn til að brjóta klak­ann var­lega ut­an af risa­eðl­unni og frelsa hana. Það er best að gera þetta ut­an­dyra. Það er líka haegt að nota volgt vatn í stað­inn fyr­ir ham­ar.

Stað­ið á eggj­um

Fyr­ir þetta þarf að minnsta kosti tvo stóra eggja­bakka. Svo þarf bara að setja eggja­bakk­ana á gólf­ið og passa að öll egg­in standi upp á end­ann og mjói end­inn vísi upp. Þá er haegt að standa á eggj­un­um án þess að þau brotni, lof­ar Ur­ban, en mað­ur þarf að passa að stíga á sex egg með hvor­um faeti.

Frétta­blað­ið ábyrg­ist ekki að þessi vís­inda­tilraun kosti ekki nokk­ur egg, en Ur­ban seg­ir að vegna forms síns geti egg­in þol­að þung­ann af full­orðn­um ein­stak­lingi. Hann út­skýr­ir að egg hafi form sem þoli tölu­verð­an þunga, sé þrýst á þau úr réttri átt, því þau dreifa svo vel úr álag­inu og að þeg­ar lík­ams­þung­an­um er dreift á milli tólf eggja sé ekki of mik­ill þungi lagð­ur á hvert egg.

MYNDIR/THEDA­DLAB

Ser­gei Ur­ban er heil­inn á bak við TheDa­dLab, sem kenn­ir alls kyns skemmti­lega og fra­eð­andi leiki og vís­inda­tilraun­ir.

Ur­ban-feðg­arn­ir skemmta sér við alls kon­ar skap­andi verk­efni. Hér er teikn­að í kring­um skugga.

Haegt er að standa á eggj­um án þess að þau brotni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.