Í hnipri með tref­il og te

Með haustla­egð­un­um koma haust­flens­urn­ar sem marg­ar hverj­ar hafa þeg­ar num­ið land og tek­ið að hrjá lands­menn. Það er eng­in laekn­ing til við kvefi en ým­is­legt get­ur gert líf­ið baeri­legra.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Fyrstu ein­kenn­in eru sa­er­indi í hálsi og svo baet­ist við hósti, hnerri og hor. Þú neyð­ist til að horf­ast í augu við að haust­kvef­ið er kom­ið. Þrátt fyr­ir linnu­litl­ar rann­sókn­ir vís­inda­manna öld­um sam­an hef­ur ekki enn fund­ist skot­held laekn­ing við kvefi og flensu og því grípa flest­ir til gam­alla hús­ráða til að slá á ein­kenn­in og gera bið­ina eft­ir bata baeri­legri.

Taktu því ró­lega. Þeg­ar við er­um las­in berst lík­am­inn af öll­um kröft­um við veir­urn­ar sem þýð­ir að hann þarf meiri orku en venju­lega. Þess vegna er lyk­il­at­riði að hvílast vel. Taktu veik­inda­leyfi frá vinnu eða skóla og ef það er ekki haegt þá skaltu alls ekki fara í raekt­ina fyrr en þér líð­ur bet­ur.

Farðu að sofa. Að liggja í hnipri í sóf­an­um og horfa á Net­flix er skamm­góð­ur verm­ir. Ónóg­ur svefn veik­ir óna­em­is­kerf­ið og ger­ir okk­ur erf­ið­ara fyr­ir að berj­ast við sýkla. Farðu snemma í rúm­ið og leggðu þig yf­ir dag­inn. Ef ein­kenni eins og hósti eða stífl­að nef raena þig svefni má prófa að setja fleiri kodda und­ir höf­uð­ið sem baeði dreg­ur úr þrýst­ingi á enn­is­hol­ur og stífl­ur og ger­ir það auð­veld­ara að draga and­ann.

Drekktu og drekktu meira. Na­eg­ur vökvi þynn­ir slím og hor og dreg­ur úr stíflu­mynd­un í nefi. Of­þurrk­un get­ur líka vald­ið höf­uð­verkj­um og þreytu. Slepptu samt koff­íni og áfengi en hafðu vatn alltaf við hönd­ina.

Til að draga úr háls­eymsl­um er gott að gur­gla með salt­vatni sem dreg­ur úr bólg­um og los­ar um slím. Leys­ið hálfa te­skeið af salti upp í heitu vatni og gur­glið nokkr­um sinn­um á dag.

Drekktu heita drykki. Baeði er hugg­un í því að hjúfra sig að heit­um te­bolla og svo sýna rann­sókn­ir að hiti get­ur lin­að kve­f­ein­kenni eins og háls­bólgu og slapp­leika. Slepptu samt koff­ín­inu og drekktu frek­ar ávaxta­te, sítr­ónu­vatn eða heitt soð.

Fáðu þér hun­ang. Hun­ang get­ur mýkt háls­inn og þannig minnk­að sa­er­indi vegna þráláts hósta. Hun­ang hef­ur bólgu­eyð­andi eig­in­leika og hef­ur auk þess ró­andi áhrif á baeði börn og full­orðna.

Tvaer te­skeið­ar af hun­angi út í heita mjólk eru gam­alt og gott hús­ráð við flensu og ekki skað­ar að setja kanil út í sem líka hef­ur bólgu­eyð­andi eig­in­leika. Heitt sítr­ónu­vatn með hun­angi er líka kjör­ið að taka með sér í vinn­una á brúsa ef ekki er í boði að vera heima. At­hug­ið að gefa ekki börn­um yngri en eins árs hun­ang vegna mögu­leika á ofna­emi.

Heitt bað eða sturta er alltaf skot­helt ráð til að láta sér líða bet­ur en ef bað­ið er mjög heitt get­ur guf­an líka los­að um slím. Ann­að gott ráð við mikl­um stífl­um er að setja hand­kla­eði yf­ir höf­uð­ið, beygja sig yf­ir skál með rjúk­andi heitu vatni og anda að sér guf­unni.

Mundu að hiti er leið lík­am­ans til að drepa bakt­erí­ur og þess vegna er ekki endi­lega rétt að byrja að bryðja hitastill­andi lyf um leið og mael­ir­inn sýn­ir nokkr­ar komm­ur. Það er samt að sjálf­sögðu mik­ilvaegt að meta að­sta­eð­ur hverju sinni því lang­vinn­ur hár hiti get­ur ver­ið haettu­leg­ur.

Heit­ir bakstr­ar geta ver­ið nota­leg­ir og dreg­ið úr bólg­um og los­að stífl­ur í nefi. Haegt er að gegn­bleyta klút með brenn­andi heitu vatni, setja hann í plast­poka og vefja svo efni ut­an um pok­ann til að búa til þenn­an fína bakst­ur.

Il­mol­í­ur eins og euka­lypt­us geta los­að um stífl­ur tíma­bund­ið til daem­is í formi smyrsla til að smyrja und­ir nef­ið og líka háls­brjóstsyk­ur. At­hug­ið þó að háls­brjóstsyk­ur get­ur þurrk­að upp heil­brigðu slím­húð­ina og það sama á við um nef­sprey svo hvort tveggja ber að nota í hófi.

Það er mik­ilvaegt að snýta sér oft og vel frek­ar en að sjúga upp í nef­ið en það skipt­ir máli hvernig. Ef þú blaest of harka­lega frá þér er haetta á að hor fari upp í eyrna­göng­in og valdi sýk­ing­um þar. Besta leið­in er að blása létt til skipt­is í gegn­um hvora nös og loka hinni með fingr­in­um á með­an.

Heit súpa er eitt það besta sem haegt er að borða þeg­ar kvef og flensa knýja dyra því hún er baeði auðsna­eð­an­leg og full af naer­ing­ar­efn­um. Kjúk­lingasúpa hef­ur sýnt sig að hafa ró­andi áhrif á bólg­ur í lík­am­an­um sem gaeti dreg­ið úr ein­kenn­um og þá eru súp­ur með lauk, hvít­lauk og chili kjörfa­eða þeirra sem vilja láta sér batna fljótt og vel.

Haust­kvef­ið get­ur ver­ið í meira lagi hvim­leitt og ef það ber að dyr­um er mik­ilvaegt að hvílast vel og snýta sér rétt.

Hun­ang mýk­ir háls­inn en hef­ur líka bólgu­eyð­andi eig­in­leika og hent­ar vel út í flesta heita vökva.

Kjúk­lingasúpa er ekki bara bragð­góð og naer­ing­ar­rík held­ur baet­ir hún svefn og dreg­ur úr og eyð­ir bólg­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.