Skóá­hug­inn byrj­aði snemma

Dag­ur Kár Jóns­son hóf ný­lega at­vinnu­manns­fer­il sinn í Aust­ur­ríki. Hann hef­ur safn­að íþrótta­skóm frá unga aldri og á í dag um 70 pör. Fram und­an er spenn­andi vet­ur í úr­vals­deild­inni í Aust­ur­ríki.

Fréttablaðið - FOLK - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK - St­arri Freyr Jóns­son

Körfu­bolta­mað­ur­inn Dag­ur Kár Jóns­son hef­ur haft mik­inn áhuga á íþrótta­skóm frá því hann var ung­ur dreng­ur og á í dag taep­lega 70 pör af skóm. Fyr­ir stuttu flutti hann til Aust­ur­rík­is þar sem hann hóf at­vinnu­manns­fer­il­inn með úr­vals­deild­ar­fé­lag­inu Raif­feisen Flyers Wels. Fyrstu dag­arn­ir hafa ver­ið virki­lega góð­ir að hans sögn. Und­an­far­ið hef­ur ver­ið um 25 stiga hiti og sól í Wels sem er lít­ill og fal­leg­ur 60 þús­und manna baer. „Ég og kaer­ast­an mín er­um bú­in að að­lag­ast fá­rán­lega vel á stutt­um tíma. Að­stað­an hér, starfs­menn og um­gjörð­in í kring­um lið­ið er til fyr­ir­mynd­ar og aef­ing­ar hafa geng­ið mjög vel. Hér er aeft tvisvar á dag og eng­inn af­slátt­ur gef­inn. Ég er virki­lega spennt­ur fyr­ir vetr­in­um og held að ég eigi eft­ir að finna mig vel hérna.“

Vesk­ið taemd­ist fljótt

Áhugi hans á skóm byrj­aði þeg­ar hann hóf að fylgj­ast með NBA­deild­inni. „Þá byrj­aði ég að paela í hvernig skóm menn voru að spila í og ég keypti alla Ko­be Bry­ant skó sem komu út og keppti í þeim. Þeir sem safna skóm eins og ég eru þó flest­ir mest heill­að­ir af Jor­d­an Retro skón­um.“

Hann seg­ir hafa heill­að sig mest hversu erfitt það var í raun að eign­ast þá skó. „Þess­ir skór eru marg­ir hverj­ir sett­ir í sölu í Banda­ríkj­un­um og upp­seld­ir samda­eg­urs. Ég bjó eitt ár í New York og þá var geð­veikt fyr­ir mig að geta far­ið í Footlocker hvena­er sem er og keypt Jor­d­an skó sama dag og þeir komu út. Enda fékk vesk­ið mitt virki­lega að finna fyr­ir því það ár­ið.“

Jor­d­an skórn­ir heilla

Skósa­fn hans sam­an­stend­ur helst af Jor­d­an Retro skóm en sjálf­ur er hann hrifn­ast­ur af týp­un­um frá 1 og upp í 14. „Það eru týp­urn­ar sem Jor­d­an not­aði á ferli sín­um hjá Chicago Bulls. Af þeim eru Jor­d­an 6 og Jor­d­an 11 í miklu upp­á­haldi hjá mér en þá fékk ég í Footlocker í New York.“

Hon­um finnst nauð­syn­legt að yf­ir­borga ekki fyr­ir skó held­ur kaupa á hefð­bundnu sölu­verði í versl­un­um. „Ég keypti Yeezy skó í Húrra Reykja­vík sem mér finnst mjög flott­ir en hefði aldrei borg­að 70-80 þús­und fyr­ir þá í end­ur­sölu eins og marg­ir gera.“

Sjálf­ur er hann á samn­ingi hjá Und­er Armour og aef­ir og kepp­ir í skóm frá þeim. „Und­er Armour er merki sem er á hraðri upp­leið eft­ir að NBA-stjarn­an Steph Curry gekk til liðs við þá fyr­ir nokkr­um ár­um. Á kom­andi tíma­bili mun ég keppa í skóm sem heita Heat Seeker og Curry 5.“

Hvers­dags­leg­ur stíll

Ut­an þess að huga vel að skóm seg­ir hann fata­stíl sinn vera frek­ar hvers­dags­leg­an. „Oft­ast kla­eðist ég galla­bux­um og hettupeysu. Það hent­ar mér einnig mjög vel að að­sniðn­ar jogg­ing-bux­ur hafa ver­ið í tísku und­an­far­ið. Þa­er eru góð leið til að líta vel út og líða þa­egi­lega í leið­inni.“

Við að­eins betri til­efni seg­ist hann vinna með skyrt­ur með kínakraga og flotta jakka við. „Mér finnst alltaf vera til­efni til að ganga í striga­skóm við nán­ast hvaða al­fatn­að sem er, þannig er í raun tísk­an í dag.“

Hann seg­ist ekki eiga neina sér­staka tísku­fyr­ir­mynd held­ur reyna að fara eft­ir því sem hon­um finnst flott hverju sinni og vera með sinn eig­in stíl. „Ég hef alltaf hugs­að um að vera flott kla­edd­ur og ég held að með til­komu sam­fé­lags­miðla hafi tísku­áhugi hjá ungu fólki auk­ist gríð­ar­lega.“

Fylgj­ast má með aevin­týr­um Dags í Aust­ur­ríki á Insta­gram-síðu hans (@dag­urkar).

Ég er alltaf með „Líf­ið er núna“arm­band­ið frá KRAFTI sem er stuðn­ings­fé­lag fyr­ir ungt fólk sem hef­ur greinst með krabba­mein.

MYNDIR/EYÞÓR

„Ég er virki­lega spennt­ur fyr­ir vetr­in­um og held að ég eigi eft­ir að finna mig vel hérna,“seg­ir Dag­ur Kár Jóns­son körfu­bolta­mað­ur. Hann mun spila í þess­um Und­er Armour Heat Seeker skóm í vet­ur í Aust­ur­ríki.

Jor­d­an Retro 11 Carol­ina og Jor­d­an Retro 11 Clos­ing Ceremony.

Jor­d­an retro 6 Maroon og Yeezy boost 350 Zebra

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.